Lífið

Greinilega eitthvað í gangi

Það er greinilega eitthvað í gangi á milli Ashton og Milu.
Það er greinilega eitthvað í gangi á milli Ashton og Milu. mynd/cover media
Leikararnir Ashton Kutcher, 34 ára, og Mila Kunis, 28 ára, sem kynntust fyrir fjórtán árum þegar þau léku saman í sjónvarpsþættinum That´70s Show leiddust hönd í hönd á flugvellinum í Bali í gær. Eins og sjá má á myndinni var parið afslappað að sjá en það er á leiðinni í vikuferðalag. Hvort skötuhjúin sem eru tilbúin að opinbera sambandið innan tíðar að sögn vina fá næði í fríinu er ólíklegt miðað við það að ljósmyndarar elta þau hvert einasta spor sem þau stíga. Eins og er er Ashton staddur í miðju skilnaðarferli við leikkonuna Demi Moore.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.