Lífið

Venjulegt líf Kate Hudson

Myndir/COVERMEDIA
Leikkonan Kate Hudson var elt af æstum ljósmyndurum á meðan hún gerði heiðarlega tilraun til að eiga venjulegan dag með sonum sínum tveimur.

Kate bar þann yngri í poka framan á maganum á meðan sá eldri rölti með henni um göturnar og naut dagsins.

Lá leið þeirra í léttan hádegisverð og því næst í hverfisbúðina þar sem þau keyptu inn í ískápinn.

Þrátt fyrir friðleysið virtist Kate mjög afslöppuð að sjá eins og sjá má í meðfylgjandi myndasafni.

Myndir/COVERMEDIA





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.