Fótbolti

Spænskir fjölmiðlar í sigurvímu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Eins og gefur að skilja hrósa spænsku dagblöðin landsliðinu sínu í hástert fyrir að vinna Evrópumeistaratititlinn í gær og þar með þriðja stórmótið í knattspyrnu í röð.

Spánverjar gjörsigruðu Ítali í úrslitaleiknum í gærkvöldi, 4-0, en engu liði hafði áður tekist að vinna þrjú stórmót i röð.

„Evrópumeistarar," sagði einfaldlega í fyrirsögn El Pais. „Sögulegur árangur," sagði El Mundo. „Landsliðið hefur breytt knattspyrnunni með leikstíl sínum sem allir vilja nú leika eftir."

La Vanguardia sagði að Spánverjum hafði tekist hið ómögulega með því að vinna sinn þriðja titil á sex árum.

Catalan Daily lofaði Xavi, leikmann Barcelona, fyrir frammistöðu sína á vellinum auk þess að leggja upp tvö mörk fyrir félaga sína.

Marca þakkaði landsliðinu fyrir að hafa glatt þjóðina á erfiðum tímum en efnahagur Spánverja á nú erfitt uppdráttar eins og víða í Evrópu.

Sport sagði Spánverja vera konunga Evrópu og konunga knattspyrnunnar. „Spænska landsliðið á nú sinn sess í sögunni."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×