Fótbolti

Negredo í framlínu Spánverja | Fabregas og Torres á bekknum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Nordicphotos/Getty
Álvaro Negredo, framherji Sevilla, er í byrjunarliði Spánverja sem mæta Portúgal í undanúrslitum Evrópumótsins í knattspyrnu. Cesc Fabregas og Fernando Torres byrja á bekknum.

Negredo hefur aðeins spilað eina mínútu í mótinu til þessa. Þrátt fyrir það hendir Vicente del Bosque landsliðsþjálfari kappanum í byrjunarliðið á kostnað stórstjarnanna.

Paulo Bento, landsliðsþjálfari Portúgala, treystir á Hugo Almeida, framherja Besiktas í leiknum í dag. Helder Postiga, leikmaður Real Zaragoza, vermir hins vegar bekkinn.


Tengdar fréttir

Stöngin inn hjá Fabregas og Spánverjar í úrslit

Spænska karlalandsliðið í knattspyrnu tryggði sér í kvöld sæti í úrslitaleik Evrópumótsins í knattspyrnu eftir sigur á Portúgal í vítaspyrnukeppni í undanúrslitaviðureigninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×