Fótbolti

Spánverjar fögnuðu en Ronaldo og félagar úr leik | Myndir frá Donetsk

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ronaldo og félagar eru úr leik.
Ronaldo og félagar eru úr leik. Nordicphotos/AFP
Evrópu- og heimsmeistarar Spánverja fögnuðu sem óðir væru eftir dramatískan sigur í undanúrslitaviðureign sinni gegn Portúgölum á Evrópumóti karlalandsliða í kvöld.

Eftir markaleysi í venjulegum leiktíma og framlengingu tók við vítaspyrnukeppni. Eins og tíðkast réð dramatíkin ríkjum þegar hver spyrnumaðurinn á fætur öðrum steig á stokk frammi fyrir tugum þúsunda áhorfenda og hundruðum sjónvarpsáhorfenda um heim allan.

Bruno Alves setti spyrnu sína í þverslána svo það kom í hlut Cesc Fabregas að tryggja Spánverja í úrslitaleikinn. Skot hans small í stönginni og inn eins og segir í frægu lagi Framara og þeir rauðklæddu fögnuðu að vonum vel.

Myndasyrpu frá dramatíkinni í Donetsk má sjá í albúminu hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir

Stöngin inn hjá Fabregas og Spánverjar í úrslit

Spænska karlalandsliðið í knattspyrnu tryggði sér í kvöld sæti í úrslitaleik Evrópumótsins í knattspyrnu eftir sigur á Portúgal í vítaspyrnukeppni í undanúrslitaviðureigninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×