Fótbolti

Casillas hefur haldið hreinu í 900 mínútur í útsláttarleikjum á stórmótum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Iker Casillas fagnar með félögum sínum úr spænsku vörninni.
Iker Casillas fagnar með félögum sínum úr spænsku vörninni. Mynd/Nordic Photos/Getty
Iker Casillas, markvörður og fyrirliði Spánverja, hélt enn einu sinni marki sínu hreinu í gær þegar Spánverjar slógu Portúgal út úr undanúrslitum Evrópumótsins í fótbolta. Casillas varði líka eitt víti í vítakeppninni sem Spánverjar unnu 4-2 og tryggðu sér sæti í úrslitaleik EM.

Casillas hefur nú haldið hreinu í níu útsláttarleikjum í röð á stórmótum (HM og EM) og það eru liðnar 900 mínútur síðan einhver skoraði hjá honum við þessar aðstæður.

Zinedine Zidane var sá síðasti til að skora hjá Casillas í útsláttarleik á HM eða EM en hann skoraði á 90. mínútu í 16 liða úrslitunum á HM í Þýskalandi 2006.

Síðustu 9 útsláttarleikir Spánverja á stórmótum:

EM 2008

8 liða úrslit: Spánn-Frakkland 0-0 (Spánn vann 4-2 í vítkeppni)

Undanúrslit: Spánn-Rússland 3-0

Úrslitaleikur: Spánn-Þýskaland 1-0

HM 2010

16 liða úrslit: Spánn-Portúgal 1-0

8 liða úrslit: Spánn-Paragvæ 1-0

Undanúrslit: Spánn-Þýskaland 1-0

Úrslitaleikur: Spánn-Holland 1-0 í framlengingu

EM 2012

8 liða úrslit: Spánn-Frakkland 3-0

Undanúrslit: Spánn-Portúgal 0-0 (Spánn vann 4-2 í vítkeppni)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×