Fótbolti

Alan Shearer: England á enga möguleika að vinna HM 2014

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alan Shearer.
Alan Shearer. Mynd/Nordic Photos/Getty
Alan Shearer, fyrrum fyrirliði enska landsliðsins, hefur enga trú á því að enska landsliðinu takist að verða Heimsmeistari eftir tvö ár. Hann segir að liðið sé milljón mílum á eftir bestu knattspynuþjóðum heims en Englendingar féllu út úr átta liða úrslitum EM eftir tap í vítakeppni á móti Ítalíu.

„Ég er ekki kenna Roy Hodgson um það hvernig fór á EM en ég get ekki samþykkt það að enska liðið komi heim með höfuðið hátt," sagði Alan Shearer í viðtali við BBC.

„Það er ekki til neins að sitja hér og segja að enska liðið vinni HM eftir tvö ár. Það mun aldrei gerast í raunveruleikanum," sagði Shearer.

„Fólk er aðallega að tala um samheldnina í liðinu og vinnusemina hjá leikmönnunum en ef við ætlum að treysta á 11 leikmenn sem eru til búnir að leggja mikið á sig þá getum við alveg eins fundið þá í miðborg Newcastle. Ég er tilbún að finna þarellefu menn sem eru klárir í að hlaupa af sér sokkana fyrir enska landsliðð," sagði Shearer.

„Við erum milljón mílum á eftir bestu þjóðunum. Það er merki um það hversu langt á eftir við erum þegar við teljum okkur trú um að við getum haldið höfðinu hátt eftir að hafa náð inn í átta liða úrslitin," sagði Shearer.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×