Fótbolti

Maradona: Ef Grikkir geta skorað hjá Þjóðverjum þá geta Ítalir það líka

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Diego Armando Maradona.
Diego Armando Maradona. Mynd/Nordic Photos/Getty
Argentínska goðsögnin Diego Maradona skrifar um leik Þjóðverja og Ítala í pistli í Indian Times blaðinu í dag. Þjóðirnar mætast í seinni undanúrslitaleik EM í kvöld og í boði er sæti í úrslitaleiknum á móti Heims- og Evrópumeisturum Spánverja.

„Ítölsku framherjarnir Mario Balotelli og Antonio Cassano hafa aðeins skorað eitt mark hvor á þessu móti. Þeir fengu saman átta færi á móti Englendingum og tókst ekki að skora þrátt fyrir að fá fín færi. Ítalar munu reyna að ná stjórn á leiknum í kvöld, verjast vel og vona að Balotelli springi loksins út," skrifar Diego Maradona.

„Ef að það er hægt að finna veikleika á þessu þýska liðið þá er það í varnarleiknum. Það tók aðeins eina skyndisókn frá Salpingidis og Samaras til að plata Jerome Boateng, Holger Badstuer og Philipp Lahm og lama Manuel Neuer í markinu. Ef Grikkir geta skorað hjá Þjóðverjum þá geta Ítalir það líka," skrifar Maradona.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×