Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Ísland - Ungverjaland 3-0 Guðmundur Marinó Ingvarsson á Laugardalsvelli skrifar 15. júní 2012 10:38 Ísland sigraði Ungverjaland 3-0 í undankeppni Evrópumeistaramótsins 2013. Margrét Lára Viðarsdóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir skoruðu í fyrri hálfleik og nýliðinn Sandra María Jessen skoraði með sinni fyrstu snertingu þriðja mark Íslands skömmu fyrir leikslok. Ísland var mun betri aðilinn í leiknum á Laugardalsvelli. Margrét Lára skoraði snemma leiks og var eins og þungu fargi væri létt af liðinu þar sem liðið hefur átt í vandræðum með að skora og skapa sér færi í síðustu leikjum. Ísland fékk nokkur færi til að bæta við mörkum áður en leikur liðsins datt niður í stundarfjórðung þar sem Ungverjaland sá mikið af boltanum. Ungverjar skoruðu mark sem rúmenska dómarartríóið dæmdi ranglega af vegna rangstöðu og Þóra Helgadóttir bjargaði einu sinni meistaralega. Eftir markvörslu Þóru tók íslenska liðið við sér á ný og endaði hálfleikinn vel þar sem Hólmfríður Magnúsdóttir jók forystuna í 2-0. Í seinni hálfleik var aldrei spurning hvort liðið væri sterkara. Dóra María Lárusdóttir skoraði mark sem, líkt og mark Ungverja, var ranglega dæmt af vegna rangstöðu. Ísland fékk fjölda færa sem liðið náði ekki að nýta fyrr en nýliðinn Sandra María Jessen skoraði þegar fjórar mínútur voru til leiksloka. Ungverjaland náði aldrei að stríða íslenska liðinu í seinni hálfleik og hefði Ísland hæglega getað unnið enn stærri sigur en liðið fór illa með fjölmörg færi og stundum vantaði upp á að leikmenn sendu á samherja sína í betra færi í stað þess að skjóta. Ísland er komið á topp riðilsins á ný. Ísland er með stigi meira en Noregur og tveimur stigum meira en Belgía þegar þrjár umferðir eru eftir í riðlinum en Ísland mætir botnliði Búlgaríu á miðvikudaginn en riðlakeppninni lýkur í september þar sem Ísland fær Norður-Írland í heimsókn og sækir loks Noreg heim í mögulegum úrslitaleik um sigur í riðlinum og sæti á EM. Sigurður Ragnar: Loksins náðum við að skora mörk"Mér fannst þetta fínn leikur hjá okkur. Úrslitin voru góð og það var sterkt að halda markinu hreinu og skora þrjú mörk. Margrét skoraði gott mark og Fríða skoraði týpískt íslenskt baráttu mark og það kláraði leikinn fyrir okkur. Eftirleikurinn varð auðveldari. Svo var táknrænt að nýliðinn Sandra María skoraði úr sinni fyrstu snertingu," sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfari Íslands eftir sigurinn á Ungverjalandi. "Það er gaman að fá inn svona efnilegar stelpur og geta gefið þeim tækifæri. Það eru fleiri á leiðinni næstu árin og báðar þessar stelpur eru nýorðnar 17 ára," sagði Sigurður sem á við Söndru Maríu og Elínu Mettu Jensen sem einnig fékk tækifæri seint í leiknum. "Þetta fer í reynslu bankann hjá þeim. Nú hafa þær spilað sinn fyrsta A-landsleik og þá er það frá og nú munu þær bara vaxa. Það var líka mjög öflugt og gott að geta fengið 22 manna hóp í þessa leiki því þetta er lærdómsríkt líka fyrir þær stelpur sem eru fyrir utan. Þær vilja taka þátt í þessu og leggja þá harðar af sér. Þá eykst samkeppnin og breiddin í hópnum okkar," sagði Sigurður Ragnar sem var ánægður með leik Íslands, sérstaklega í seinni hálfleik. "Það var engin hætta í seinni hálfleik. Það kom meiri yfirvegun í spilið hjá okkur. Tempóið hjá okkur datt pínu niður á köflum en við fundum samherja og fengum hættulegar fyrirgjafir. Ég var sáttur við spiamennsku liðsins í seinni hálfleik. "Þegar við töpum boltanum þá náum við að pressa vel og það var aðeins á fimmtán mínútna kafla í fyrri hálfleik eftir markið að þær komust aðeins inn í leikinn. Þóra varði meistaralega og það er frábært að eiga markmann sem getur gripið inn í þegar á þarf að halda. Hún varði frábærlega á mjög mikilvægu augnabliki í leiknum," sagði Sigurður Ragnar sem er strax farinn að undirbúa leikinn gegn Búlgaríu. "Við eigum að vera með betra lið en Búlgaría, við unnum þær stórt síðast og vondandi náum við að fylgja því eftir. Það er alltaf einhver munur á að spila heima og úti og þær hafa verið mjög misjafnar. Þær voru með Dönum í riðli í síðustu undankeppni og gerðu liðin markalaust jafntefli í Búlgaríu. Þær geta alveg spilað góða og þétta vörn en vonandi náum við að halda áfram að skora mörk, loksins náðum við að skora mörk. "Við náðum oft flottu spili úti á velli og komust í góðar stöður til að gefa fyrir og það hefur stundum vantað að klára færin betur og við hefðum getað skorað fleiri mörk í dag og kannski var eitt löglegt mark dæmt af okkur en við skoruðum þrjú og verðum að vera ánægð með það," sagði Sigurður Ragnar. Katrín: Fargi létt af liðinu"Mér fannst ótrúlega ánægjulegt að við unnum leikinn og skoruðum þrjú mörk. Mér fannst við vera miklu betra liðið í þessum leik en hleypum þeim óþarflega mikið inn í þetta á korters kafla í fyrri hálfleik. Þá fá þær óþarfa tækifæri en fyrir utan það fannst mér við betri aðilinn," sagði Katrín Jónsdóttir fyrirliði Íslands. "Þetta er þannig lið að maður má ekki missa einbeitinguna í þrjár sekúndur gegn því. Þá komust þær einar í gegn en Þóra varði frábærlega. "Við vorum að spila annað leikkerfi en við erum vanar í dag og markmiðið með því var að komast í fleiri færi og við fengum mörg færi og skorum þrjú mörk. Það hefur verið smá vandræði hjá okkur að skora og ekki síst að skapa færi. Það er ákveðnu fargi létt af liðinu," sagði Katrín að lokum. Edda: Mættum vera þolinmóðari"Mér fannst þetta frekar ljúft, það er ekki á hverjum degi sem maður vinnur 3-0 með landsliðinu og það er ekki hægt að kvarta yfir því," sagði Edda Garðarsdóttir í leikslok. "Við höfum verið að ströggla svolítið og það var eins og einhver höft færu af okkur við að skora. Við náðum að spila boltanum vel og þreyta þær. Það voru allir mjög duglegir og unnu vel. Það hefur vantað undanfarið. Leikmenn lögðu meira á sig og það munar um að leikmenn eru allir komnir í leikæfingu. Við gátum hlaupið meira, vorum duglegri með boltann og gáfum betri sendingar. Stundum vantaði að setja boltann í markið í stað þess að reyna alltaf að dúndra honum inn. "Við erum rangstæðar 9 sinnum, það væri fínt að sleppa við það og bíða með eitt skref. Boltinn var að koma og við vorum duglegar að senda hann. Við mættum vera þolinmóðari og við megum taka það með okkur til Búlgaríu að vera ekki of ákafar þó það sé fínt að vera ákafur," sagði Edda en íslenska liðið mætir Búlgaríu á miðvikudaginn en Búlgaría tapaði 11-0 í Noregi fyrr í dag. "Við verðum að halda áfram að bæta okkar leik og við förum ekki til niðurlægja þær frekar. Við verðum fyrst og fremst að hugsa um að bæta okkur í að halda boltanum og spila honum hratt. Við þurfum að fara yfir það sem betur hefði mátt fara í dag og lagfæra það," sagði Edda að lokum. Sandra María: Algjör draumur"Það var rosalega gaman að fá að prófa þetta, algjör draumur," sagði Sandra María Jessen eftir leikinn en hún skoraði í sínum fyrsta landsleik og það í sinni fyrstu snertingu en Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði í sínum fyrsta landsleik gegn Ungverjalandi á sínum tíma og spurning hvort Sandra María eigi möguleika á að eiga jafn farsælan feril með landsliðinu. "Það væri óskandi en ég hitti boltann vel, ætlaði að setja boltann í hornið. Hitt færið sem ég fékk gekk ekki alveg eins vel, það var kannski aðeins of mikið að ætla að skora tvö mörk. "Ég er í fyrsta lagi ánægð með að hafa fengið að spila, markið var bara bónus. Þetta fer í reynslu bankann," sagði Sandra María að lokum. Margrét Lára: Aldrei spurning"Þetta var fínt. Við vorum þolinmóðar. Þetta spilaðist vel með okkur. Við skoruðum snemma og þær náðu aldrei að byggja upp neitt sjálfstraust í sínum leik, við brutum þær beint niður. Leikurinn var í rauninni okkar allan tímann þó við höfum aðeins dottið niður í fyrri hálfleik," sagði Margrét Lára sem skoraði fyrsta mark Íslands í dag. "Það hefur verið ákveðin pressa á okkur og það var ákveðinn léttir að skora þetta mark en svo fannst mér við stíga upp aftur í lok fyrri hálfleiks og þetta var aldrei spurning í seinni hálfleik. "Við sköpuðum okkur fullt af færum og hefðum getað skorað fleiri mörk og hefðum getað spilað á manninn í betra færinu. Svona er þetta bara, það vildu allir standa sig og sanna sig og það var gott að við vorum gráðugar. "Það hlýtur að boða gott að skora í sínum fyrsta leik gegn Ungverjalandi. Það gerði það fyrir mig. Frábært að fá bæði Söndru og Elínu Mettu inn. Þetta eru ungar stelpur sem fá reynslu við þetta og það er mikilvægt fyrir framhaldið og til að auka breiddina í liðinu," sagði Margrét Lára sem haltraði um hlaupabrautina í Laugardalnum. "Ég er bara eins og ég er. Við vissum fyrir leikinn að þetta yrði tæpt og ég spilaði einhverjar 70 mínútur. Ég náði að hjálpa liðinu og það skiptir mig mestu máli. Svo bíða örugglega svefnlausar nætur vegna verkja en það skiptir engu máli á meðan við vinnum. "Ég fer með liðinu út til Búlgaríu og ég og þjálfarinn mátum það svo að ég get hjálpað liðinu. Ég reyni hvað ég get," sagði Margrét Lára að lokum. Fótbolti Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira
Ísland sigraði Ungverjaland 3-0 í undankeppni Evrópumeistaramótsins 2013. Margrét Lára Viðarsdóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir skoruðu í fyrri hálfleik og nýliðinn Sandra María Jessen skoraði með sinni fyrstu snertingu þriðja mark Íslands skömmu fyrir leikslok. Ísland var mun betri aðilinn í leiknum á Laugardalsvelli. Margrét Lára skoraði snemma leiks og var eins og þungu fargi væri létt af liðinu þar sem liðið hefur átt í vandræðum með að skora og skapa sér færi í síðustu leikjum. Ísland fékk nokkur færi til að bæta við mörkum áður en leikur liðsins datt niður í stundarfjórðung þar sem Ungverjaland sá mikið af boltanum. Ungverjar skoruðu mark sem rúmenska dómarartríóið dæmdi ranglega af vegna rangstöðu og Þóra Helgadóttir bjargaði einu sinni meistaralega. Eftir markvörslu Þóru tók íslenska liðið við sér á ný og endaði hálfleikinn vel þar sem Hólmfríður Magnúsdóttir jók forystuna í 2-0. Í seinni hálfleik var aldrei spurning hvort liðið væri sterkara. Dóra María Lárusdóttir skoraði mark sem, líkt og mark Ungverja, var ranglega dæmt af vegna rangstöðu. Ísland fékk fjölda færa sem liðið náði ekki að nýta fyrr en nýliðinn Sandra María Jessen skoraði þegar fjórar mínútur voru til leiksloka. Ungverjaland náði aldrei að stríða íslenska liðinu í seinni hálfleik og hefði Ísland hæglega getað unnið enn stærri sigur en liðið fór illa með fjölmörg færi og stundum vantaði upp á að leikmenn sendu á samherja sína í betra færi í stað þess að skjóta. Ísland er komið á topp riðilsins á ný. Ísland er með stigi meira en Noregur og tveimur stigum meira en Belgía þegar þrjár umferðir eru eftir í riðlinum en Ísland mætir botnliði Búlgaríu á miðvikudaginn en riðlakeppninni lýkur í september þar sem Ísland fær Norður-Írland í heimsókn og sækir loks Noreg heim í mögulegum úrslitaleik um sigur í riðlinum og sæti á EM. Sigurður Ragnar: Loksins náðum við að skora mörk"Mér fannst þetta fínn leikur hjá okkur. Úrslitin voru góð og það var sterkt að halda markinu hreinu og skora þrjú mörk. Margrét skoraði gott mark og Fríða skoraði týpískt íslenskt baráttu mark og það kláraði leikinn fyrir okkur. Eftirleikurinn varð auðveldari. Svo var táknrænt að nýliðinn Sandra María skoraði úr sinni fyrstu snertingu," sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfari Íslands eftir sigurinn á Ungverjalandi. "Það er gaman að fá inn svona efnilegar stelpur og geta gefið þeim tækifæri. Það eru fleiri á leiðinni næstu árin og báðar þessar stelpur eru nýorðnar 17 ára," sagði Sigurður sem á við Söndru Maríu og Elínu Mettu Jensen sem einnig fékk tækifæri seint í leiknum. "Þetta fer í reynslu bankann hjá þeim. Nú hafa þær spilað sinn fyrsta A-landsleik og þá er það frá og nú munu þær bara vaxa. Það var líka mjög öflugt og gott að geta fengið 22 manna hóp í þessa leiki því þetta er lærdómsríkt líka fyrir þær stelpur sem eru fyrir utan. Þær vilja taka þátt í þessu og leggja þá harðar af sér. Þá eykst samkeppnin og breiddin í hópnum okkar," sagði Sigurður Ragnar sem var ánægður með leik Íslands, sérstaklega í seinni hálfleik. "Það var engin hætta í seinni hálfleik. Það kom meiri yfirvegun í spilið hjá okkur. Tempóið hjá okkur datt pínu niður á köflum en við fundum samherja og fengum hættulegar fyrirgjafir. Ég var sáttur við spiamennsku liðsins í seinni hálfleik. "Þegar við töpum boltanum þá náum við að pressa vel og það var aðeins á fimmtán mínútna kafla í fyrri hálfleik eftir markið að þær komust aðeins inn í leikinn. Þóra varði meistaralega og það er frábært að eiga markmann sem getur gripið inn í þegar á þarf að halda. Hún varði frábærlega á mjög mikilvægu augnabliki í leiknum," sagði Sigurður Ragnar sem er strax farinn að undirbúa leikinn gegn Búlgaríu. "Við eigum að vera með betra lið en Búlgaría, við unnum þær stórt síðast og vondandi náum við að fylgja því eftir. Það er alltaf einhver munur á að spila heima og úti og þær hafa verið mjög misjafnar. Þær voru með Dönum í riðli í síðustu undankeppni og gerðu liðin markalaust jafntefli í Búlgaríu. Þær geta alveg spilað góða og þétta vörn en vonandi náum við að halda áfram að skora mörk, loksins náðum við að skora mörk. "Við náðum oft flottu spili úti á velli og komust í góðar stöður til að gefa fyrir og það hefur stundum vantað að klára færin betur og við hefðum getað skorað fleiri mörk í dag og kannski var eitt löglegt mark dæmt af okkur en við skoruðum þrjú og verðum að vera ánægð með það," sagði Sigurður Ragnar. Katrín: Fargi létt af liðinu"Mér fannst ótrúlega ánægjulegt að við unnum leikinn og skoruðum þrjú mörk. Mér fannst við vera miklu betra liðið í þessum leik en hleypum þeim óþarflega mikið inn í þetta á korters kafla í fyrri hálfleik. Þá fá þær óþarfa tækifæri en fyrir utan það fannst mér við betri aðilinn," sagði Katrín Jónsdóttir fyrirliði Íslands. "Þetta er þannig lið að maður má ekki missa einbeitinguna í þrjár sekúndur gegn því. Þá komust þær einar í gegn en Þóra varði frábærlega. "Við vorum að spila annað leikkerfi en við erum vanar í dag og markmiðið með því var að komast í fleiri færi og við fengum mörg færi og skorum þrjú mörk. Það hefur verið smá vandræði hjá okkur að skora og ekki síst að skapa færi. Það er ákveðnu fargi létt af liðinu," sagði Katrín að lokum. Edda: Mættum vera þolinmóðari"Mér fannst þetta frekar ljúft, það er ekki á hverjum degi sem maður vinnur 3-0 með landsliðinu og það er ekki hægt að kvarta yfir því," sagði Edda Garðarsdóttir í leikslok. "Við höfum verið að ströggla svolítið og það var eins og einhver höft færu af okkur við að skora. Við náðum að spila boltanum vel og þreyta þær. Það voru allir mjög duglegir og unnu vel. Það hefur vantað undanfarið. Leikmenn lögðu meira á sig og það munar um að leikmenn eru allir komnir í leikæfingu. Við gátum hlaupið meira, vorum duglegri með boltann og gáfum betri sendingar. Stundum vantaði að setja boltann í markið í stað þess að reyna alltaf að dúndra honum inn. "Við erum rangstæðar 9 sinnum, það væri fínt að sleppa við það og bíða með eitt skref. Boltinn var að koma og við vorum duglegar að senda hann. Við mættum vera þolinmóðari og við megum taka það með okkur til Búlgaríu að vera ekki of ákafar þó það sé fínt að vera ákafur," sagði Edda en íslenska liðið mætir Búlgaríu á miðvikudaginn en Búlgaría tapaði 11-0 í Noregi fyrr í dag. "Við verðum að halda áfram að bæta okkar leik og við förum ekki til niðurlægja þær frekar. Við verðum fyrst og fremst að hugsa um að bæta okkur í að halda boltanum og spila honum hratt. Við þurfum að fara yfir það sem betur hefði mátt fara í dag og lagfæra það," sagði Edda að lokum. Sandra María: Algjör draumur"Það var rosalega gaman að fá að prófa þetta, algjör draumur," sagði Sandra María Jessen eftir leikinn en hún skoraði í sínum fyrsta landsleik og það í sinni fyrstu snertingu en Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði í sínum fyrsta landsleik gegn Ungverjalandi á sínum tíma og spurning hvort Sandra María eigi möguleika á að eiga jafn farsælan feril með landsliðinu. "Það væri óskandi en ég hitti boltann vel, ætlaði að setja boltann í hornið. Hitt færið sem ég fékk gekk ekki alveg eins vel, það var kannski aðeins of mikið að ætla að skora tvö mörk. "Ég er í fyrsta lagi ánægð með að hafa fengið að spila, markið var bara bónus. Þetta fer í reynslu bankann," sagði Sandra María að lokum. Margrét Lára: Aldrei spurning"Þetta var fínt. Við vorum þolinmóðar. Þetta spilaðist vel með okkur. Við skoruðum snemma og þær náðu aldrei að byggja upp neitt sjálfstraust í sínum leik, við brutum þær beint niður. Leikurinn var í rauninni okkar allan tímann þó við höfum aðeins dottið niður í fyrri hálfleik," sagði Margrét Lára sem skoraði fyrsta mark Íslands í dag. "Það hefur verið ákveðin pressa á okkur og það var ákveðinn léttir að skora þetta mark en svo fannst mér við stíga upp aftur í lok fyrri hálfleiks og þetta var aldrei spurning í seinni hálfleik. "Við sköpuðum okkur fullt af færum og hefðum getað skorað fleiri mörk og hefðum getað spilað á manninn í betra færinu. Svona er þetta bara, það vildu allir standa sig og sanna sig og það var gott að við vorum gráðugar. "Það hlýtur að boða gott að skora í sínum fyrsta leik gegn Ungverjalandi. Það gerði það fyrir mig. Frábært að fá bæði Söndru og Elínu Mettu inn. Þetta eru ungar stelpur sem fá reynslu við þetta og það er mikilvægt fyrir framhaldið og til að auka breiddina í liðinu," sagði Margrét Lára sem haltraði um hlaupabrautina í Laugardalnum. "Ég er bara eins og ég er. Við vissum fyrir leikinn að þetta yrði tæpt og ég spilaði einhverjar 70 mínútur. Ég náði að hjálpa liðinu og það skiptir mig mestu máli. Svo bíða örugglega svefnlausar nætur vegna verkja en það skiptir engu máli á meðan við vinnum. "Ég fer með liðinu út til Búlgaríu og ég og þjálfarinn mátum það svo að ég get hjálpað liðinu. Ég reyni hvað ég get," sagði Margrét Lára að lokum.
Fótbolti Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira