Fótbolti

Eldingar og úrhelli í Donetsk | Myndasyrpa

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Úrhellið í Donetsk.
Úrhellið í Donetsk. Nordicphotos/AFP
Hollenski dómarinn Björn Kuipers stöðvaði leik Úkraínu og Frakklands eftir tæplega fimm mínútna leik vegna rigningar og eldinga. Leik var frestað um tæpan klukkutíma á meðan dómari leiksins réð ráðum sínum.

Aðstæður til knattspyrnuiðkunar voru bæði afar slæmar vegna bleytu á vellinum. Þá var ljósabúnaður í rjáfri stúku leikvangsins einnig í hættu vegna eldingahættu.

Hér til hliðar má sjá nokkrar magnaðar myndir frá Donetsk í boði AFP Nordic.


Tengdar fréttir

Franskur sigur í úrhellinu í Donetsk

Frakkar unnu 2-0 sigur á Úkraínu í viðureign þjóðanna í D-riðli Evrópumótsins í knattspyrnu í dag. Tvö mörk Frakka með skömmu millibili í síðari hálfleik tryggðu þeim sigurinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×