Sport

Jakob Jóhann þriðji í Frakklandi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jakob Jóhann Sveinsson.
Jakob Jóhann Sveinsson. Mynd/Valli
Jakob Jóhann Sveinsson varð í þriðja sæti í 100 m bringusundi á móti í Canet-en-roussillion í Frakklandi en er enn nokkuð frá Ólympíulágmarkinu í greininni.

Hann synti á 1:02,19 sekúndum sem er sami tími og hann synti á í greininni á EM í Ungverjalandi í síðasta mánuði. OQT-lágmarkið í greininni er 1:00,79 en hann er þegar búinn að ná OST-lágmarkinu sem má líkja við gömlu B-lágmörkin.

Hrafnhildur Lúthersdóttir synti 100 m bringusund á 1:09,96 sem er 0,3 sekúndum frá Íslandsmeti hennar í greininni. Hún varð fimmta í keppninni en þarf að bæta sig um rúma sekúndu til að ná Ólympíulágmarkinu.

Erla Dögg Haraldsdóttir synti í sömu grein og kom í mark á 1:12,69 mínútum í B-úrslitum.

Eygló Ósk Gústafsdóttir var svo langt frá sínu besta í 200 m baksundi í dag en hún tryggði sig inn á Ólympíuleikana í apríl síðastliðnum.

Anton Sveinn McKee synti 1500 m skriðsund á 15:40,66 mínútum sem er rúmri sekúndu lakari tími en á EM í Ungverjalandi og þrettán sekúndum frá Íslandsmeti hans í greininni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×