Umfjöllun: Svíþjóð - Ísland 3-2 | Fjórða tapið í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. maí 2012 13:53 Nordic Photos / AFP Íslenska fótboltalandsliðið tapaði 3-2 á móti Svíþjóð í vináttulandsleik í Gautaborg í kvöld. Íslenska liðið hefur þar með tapað fjórum fyrstu leikjum sínum undir stjórn Svíans Lars Lagerbäck. Svíarnir voru komnir í 2-0 eftir fjórtán mínútur en Kolbeinn Sigþórsson minnkaði muninn á 26. mínútu með flottu skallamarki á 26. mínútu. Hallgrímur Jónasson minnkaði síðan muninn í 3-2 með síðustu spyrnu leiksins eftir að Svíar höfðu komist í 3-1 á 77. mínútu. Svíarnir tóku öll völd í byrjun leiks og skoruðu tvö mörk á fyrstu fjórtán mínútum leiksins. Zlatan Ibrahimovic skoraði fyrsta markið strax á 2. mínútu með frábæru viðstöðulausu skoti í bláhornið eftir fyrirgjöf frá Sebastian Larsson. Ola Toivonen bætti við öðru marki á 14. mínútu en Zlatan Ibrahimovic var maðurinn á bak við það. Íslenska liðið tapaði boltanum fyrir framan teiginn og Zlatan fékk boltann. Zlatan lék auðveldlega á Hallgrím og sendi boltann fyrir markið á Ola Toivonen sem á ekki í miklum vandræðum með setja boltann í tómt markið af stuttu færi. Íslenska liðinu tókst að komast meira í boltann um miðjan hálfleikinn og strákarnir unnu sig ágætlega inn í leikinn. Kolbeinn Sigþórsson minnkaði muninn á 26. mínútu með flottum skalla eftir fyrirgjöf frá Ara Frey Skúlasyni. Kolbeinn losaði sig við varnarmann og skallaði boltann laglega í fjærhornið. Seinni hálfleikur var mun rólegri en sá fyrri og það var ekki mikið í spilunum þegar Svíar bættu við sínu þriðja marki á 77. mínútu. Christian Wilhelmsson slapp þá í gegn eftir sendingu frá Pontus Wernbloom og skoraði örugglega. Markið kom eftir misheppnað útspark hjá Hannesi. Hallgrímur Jónasson skoraði síðan með síðustu spyrnu leiksins á þriðju mínútu í uppbótartíma þegar hann skallaði inn hornspyrnu frá Gylfa. Íslenska liðið þarf að sætta sig við fjórða tapið í röð undir stjórn Lars Lagerbäck en það er ekki alslæmt að tapa 3-2 á móti tveimur sterkum þjóðum útivelli sem eiga það bæði sameiginlegt að vera á leiðinni á EM í næstu viku. Íslenska liðið byrjaði illa og spilaði ekki nærri því eins vel og á móti Frökkum en gerði þó ágætlega í að koma sér inn í leikinn. Þriðja markið var algjör óþarfi en Hallgrímur náði að laga stöðuna í lokin. Fótbolti Tengdar fréttir Lagerbäck: Ég var bara vonsvikinn með fyrstu fimmtán mínúturnar Lars Lagerbäck, þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta segir íslenska landsliðið vera á réttri leið en liðið tapaði 2-3 á móti Svíum í kvöld og hefur þar með tapað öllum fjórum leikjum sínum eftir að Lars tók við. 30. maí 2012 21:56 Rúrik: Við þurfum bara að fara ná úrslitum Rúrik Gíslason og félagar í íslenska landsliðinu þurftu að sætta sig við annað 2-3 tapið í röð á móti Svíþjóð í Gautaborg í kvöld en íslensku strákarnir geta hinsvegar verið sáttir með spilamennskuna á móti Frökkum og Svíum, tveimur sterkum þjóðum sem eru í lokaundirbúningi sínum fyrri úrslitakeppni EM. 30. maí 2012 22:40 Aron Einar: Getum verið sáttir með spilamennskuna í þessum leikjum Aron Einar Gunnarsson var fyrirliði íslenska landsliðsins á móti Svíum í kvöld alveg eins og í leiknum á móti Frökkum. Íslenska liðið kom til baka eftir slæma byrjun en varð að sætta sig við annað 2-3 tapið í röð. 30. maí 2012 22:24 Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Svíþjóð - Ísland | Allt undir á útivelli Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Með hendur fyrir aftan bak í fimm hundruð metra hæð Sport Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Enski boltinn Fleiri fréttir Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Í beinni: Arsenal - Manchester United | Stórveldi slást um stigin þrjú Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Sjá meira
Íslenska fótboltalandsliðið tapaði 3-2 á móti Svíþjóð í vináttulandsleik í Gautaborg í kvöld. Íslenska liðið hefur þar með tapað fjórum fyrstu leikjum sínum undir stjórn Svíans Lars Lagerbäck. Svíarnir voru komnir í 2-0 eftir fjórtán mínútur en Kolbeinn Sigþórsson minnkaði muninn á 26. mínútu með flottu skallamarki á 26. mínútu. Hallgrímur Jónasson minnkaði síðan muninn í 3-2 með síðustu spyrnu leiksins eftir að Svíar höfðu komist í 3-1 á 77. mínútu. Svíarnir tóku öll völd í byrjun leiks og skoruðu tvö mörk á fyrstu fjórtán mínútum leiksins. Zlatan Ibrahimovic skoraði fyrsta markið strax á 2. mínútu með frábæru viðstöðulausu skoti í bláhornið eftir fyrirgjöf frá Sebastian Larsson. Ola Toivonen bætti við öðru marki á 14. mínútu en Zlatan Ibrahimovic var maðurinn á bak við það. Íslenska liðið tapaði boltanum fyrir framan teiginn og Zlatan fékk boltann. Zlatan lék auðveldlega á Hallgrím og sendi boltann fyrir markið á Ola Toivonen sem á ekki í miklum vandræðum með setja boltann í tómt markið af stuttu færi. Íslenska liðinu tókst að komast meira í boltann um miðjan hálfleikinn og strákarnir unnu sig ágætlega inn í leikinn. Kolbeinn Sigþórsson minnkaði muninn á 26. mínútu með flottum skalla eftir fyrirgjöf frá Ara Frey Skúlasyni. Kolbeinn losaði sig við varnarmann og skallaði boltann laglega í fjærhornið. Seinni hálfleikur var mun rólegri en sá fyrri og það var ekki mikið í spilunum þegar Svíar bættu við sínu þriðja marki á 77. mínútu. Christian Wilhelmsson slapp þá í gegn eftir sendingu frá Pontus Wernbloom og skoraði örugglega. Markið kom eftir misheppnað útspark hjá Hannesi. Hallgrímur Jónasson skoraði síðan með síðustu spyrnu leiksins á þriðju mínútu í uppbótartíma þegar hann skallaði inn hornspyrnu frá Gylfa. Íslenska liðið þarf að sætta sig við fjórða tapið í röð undir stjórn Lars Lagerbäck en það er ekki alslæmt að tapa 3-2 á móti tveimur sterkum þjóðum útivelli sem eiga það bæði sameiginlegt að vera á leiðinni á EM í næstu viku. Íslenska liðið byrjaði illa og spilaði ekki nærri því eins vel og á móti Frökkum en gerði þó ágætlega í að koma sér inn í leikinn. Þriðja markið var algjör óþarfi en Hallgrímur náði að laga stöðuna í lokin.
Fótbolti Tengdar fréttir Lagerbäck: Ég var bara vonsvikinn með fyrstu fimmtán mínúturnar Lars Lagerbäck, þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta segir íslenska landsliðið vera á réttri leið en liðið tapaði 2-3 á móti Svíum í kvöld og hefur þar með tapað öllum fjórum leikjum sínum eftir að Lars tók við. 30. maí 2012 21:56 Rúrik: Við þurfum bara að fara ná úrslitum Rúrik Gíslason og félagar í íslenska landsliðinu þurftu að sætta sig við annað 2-3 tapið í röð á móti Svíþjóð í Gautaborg í kvöld en íslensku strákarnir geta hinsvegar verið sáttir með spilamennskuna á móti Frökkum og Svíum, tveimur sterkum þjóðum sem eru í lokaundirbúningi sínum fyrri úrslitakeppni EM. 30. maí 2012 22:40 Aron Einar: Getum verið sáttir með spilamennskuna í þessum leikjum Aron Einar Gunnarsson var fyrirliði íslenska landsliðsins á móti Svíum í kvöld alveg eins og í leiknum á móti Frökkum. Íslenska liðið kom til baka eftir slæma byrjun en varð að sætta sig við annað 2-3 tapið í röð. 30. maí 2012 22:24 Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Svíþjóð - Ísland | Allt undir á útivelli Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Með hendur fyrir aftan bak í fimm hundruð metra hæð Sport Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Enski boltinn Fleiri fréttir Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Í beinni: Arsenal - Manchester United | Stórveldi slást um stigin þrjú Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Sjá meira
Lagerbäck: Ég var bara vonsvikinn með fyrstu fimmtán mínúturnar Lars Lagerbäck, þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta segir íslenska landsliðið vera á réttri leið en liðið tapaði 2-3 á móti Svíum í kvöld og hefur þar með tapað öllum fjórum leikjum sínum eftir að Lars tók við. 30. maí 2012 21:56
Rúrik: Við þurfum bara að fara ná úrslitum Rúrik Gíslason og félagar í íslenska landsliðinu þurftu að sætta sig við annað 2-3 tapið í röð á móti Svíþjóð í Gautaborg í kvöld en íslensku strákarnir geta hinsvegar verið sáttir með spilamennskuna á móti Frökkum og Svíum, tveimur sterkum þjóðum sem eru í lokaundirbúningi sínum fyrri úrslitakeppni EM. 30. maí 2012 22:40
Aron Einar: Getum verið sáttir með spilamennskuna í þessum leikjum Aron Einar Gunnarsson var fyrirliði íslenska landsliðsins á móti Svíum í kvöld alveg eins og í leiknum á móti Frökkum. Íslenska liðið kom til baka eftir slæma byrjun en varð að sætta sig við annað 2-3 tapið í röð. 30. maí 2012 22:24