Eygló Ósk Gústafsdóttir komst örugglega í undanúrslit í 200 m baksundi á EM í sundi sem hófst í Ungverjalandi morgun - þrátt fyrir að hafa verið langt frá sínu besta.
Eygló Ósk gat leyft sér að synda á 2:13,81 mínútu sem er meira en þremur sekúndum frá Íslandsmeti hennar. Það dugði henni samt í ellefta sæti í undanrásunum en sextán efstu komust í undanúrslitin.
Þetta er sterkasta grein Eyglóar en hún hefur þegar náð Ólympíulágmarki í greininni. Hún er eini íslenski sundmaðurinn sem hefur gert það þegar þetta er ritað en vonir standa til að fleiri bætist í hópinn á EM í Ungverjalandi.
Keppni í undanúrslitunum hefjast klukkan 15:47 í dag en sýnt er beint frá keppninni á Eurosport.
Tvær aðrar íslenskar sundkonur kepptu í undanrásunum í morgun. Sarah Blake Bateman hafnaði í 25. sæti af 47 keppendum í 50 m flugsundi er hún synti á 26,76 sekúndum. Íslandsmet hennar í greininni er 27,32 sekúndur.
Þá keppti Jóhanna Gerða Gústafsdóttir, systir Eyglóar Óskar, í 400 m fjórsundi og kom í mark á 5:00,99 mínútum. Hún hafnaði í sautjánda sæti af átján keppendum og var um þremur og hálfri sekúndu frá Íslandsmeti sinni í greininni.
Eygló Ósk í undanúrslit
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær
Íslenski boltinn

Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“
Enski boltinn

Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“
Enski boltinn

Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði
Íslenski boltinn



Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær
Enski boltinn


Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið
Enski boltinn

„Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“
Enski boltinn