Fótbolti

Del Bosque skildi De Gea og Soldado eftir heima

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Soldado á æfingu með spænska liðinu í Austurríki fyrir helgi.
Soldado á æfingu með spænska liðinu í Austurríki fyrir helgi. Nordic Photos / Getty
Vincent Del Bosque, landsliðsþjálfari Spánverja, hefur tilkynnt 23 manna hóp sinn fyrir Evrópumótið í knattspyrnu. Mesta athygli vekur að markamaskína Valencia, Roberto Soldado, var ekki valinn í hópinn.

Töluverðrar spennu gætti fyrir lokaval Del Bosque þegar kom að framherjavalinu. Ljóst var að David Villa yrði fjarverandi vegna meiðsla og hafði þjálfarinn á orði að enginn gæti komið í stað Villa.

Roberto Soldado skoraði 17 mörk í deildakeppninni með Valencia í vetur, jafnmörg og Fernando Llorente hjá Athletic Bilbao sem var valinn. Þá kaus Del Bosque Pepe Reina, markvörð Liverpool, fram yfir David De Gea hjá Manchester United.

Fernando Torres, framherji Chelsea, var valinn í hópinn en kappinn hefur átt brösugu gengi að fagna undanfarið rúmt ár. Torres var hetja Spánverja í úrslitaleik EM fyrir fjórum árum þegar hann skoraði sigurmarkið gegn Þjóðverjum.

Hópur Spánverja er þannig skipaður:

Markverðir

Iker Casillas, Real Madrid

Víctor Valdés, Barcelona

Pepe Reina, Liverpool

Varnarmenn

Raúl Albiol, Real Madrid

Gerard Piqué, Barcelona

Javi Martínez, Athletic Bilbao

Juanfran, Atlético Madrid

Jordi Alba, Valencia

Sergio Ramos, Real Madrid

Álvaro Arbeloa, Real Madrid

Miðjumenn

Andrés Iniesta, Barcelona

Xavi Hernández, Barcelona

Cesc Fàbregas, Barcelona

Xabi Alonso, Real Madrid

Sergio Busquets, Barcelona

Santi Cazorla, Malaga

Sóknarmenn

Álvaro Negredo, Sevilla

Fernando Torres, Chelsea

Juan Mata, Chelsea

Pedro Rodríguez, Barcelona

Fernando Llorente, Athletic Bilbao

David Silva, Manchester City

Jesús Navas, Sevilla




Fleiri fréttir

Sjá meira


×