Fótbolti

Margrét Lára skoraði þegar Potsdam tryggði sér titillinn

Stefán Hirst Friðriksson skrifar
Þetta er fyrsta tímabil Margrétar Láru hjá félaginu.
Þetta er fyrsta tímabil Margrétar Láru hjá félaginu.
Potsdam, lið íslensku landsliðskonunnar, Margrétar Láru Viðarsdóttur, tryggði sér í dag titillinn í þýska boltanum með stórsigri, 8-0 á Leipzig, í lokaumferð þýsku úrvalsdeildarinnar.

Margrét Lára komst á blað fyrir liðið í leiknum, en hún skoraði sjöunda mark liðsins með góðu skoti innan vítateigs.

Þetta er fjórði Þýskalandsmeistaratitill Potsdam í röð, en liðið hefur verið nánast óstöðvandi á undanförnum árum og hefur það nú unnið deildina í sex skipti frá árinu 2004.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×