Innlent

Slógu mann ítrekað með járnröri

Rösklega þrítugur karlmaður hefur verið ákærður fyrir að hafa, ásamt félaga sínum, veist að mann og slegið hann í hnéð með járnröri þannig að hann féll í jörðina. Síðan slógu þeir manninn nokkrum höggum í höfuðið með járnröri þar sem hann lá í jörðinni. Maðurinn hlaut þrjá skurði í höfuðið og tognun og ofreynslu á hægra hné. Árásin átti sér stað í fjölbýlishúsi að Álfaskeiði í Hafnarfirði í júlí í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×