Innlent

Lýst eftir svörtum Clio

Bíllinn er svipaður og þessi á myndinni, nema svartur á lit.
Bíllinn er svipaður og þessi á myndinni, nema svartur á lit.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýstir eftir Renault Clio sem stolið var í Garðabæ þann 17. apríl síðastliðinn. Bifreiðin er svört að lit, árgerð 1999 og með skráningarnúmerið RU-879. Ákoma er á vinstra framhorni bifreiðarinnar en lögregla telur mögulegt að skipt hafi verið um bílnúmer á bílnum. Þeir sem kunna að búa yfir upplýsingum um málið eru beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 444-1000.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×