Innlent

Margar ábendingar um neyðarblys í gærkvöldi

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar fékk margar ábendingar um tíu leitið í gærkvöldi um að neyðarblys hafi sést á lofti út af Álftanesi og var lögreglu gert viðvart og björgunarsveitarbátur sendur á svæðið til leitar.

Þegar mið hafði verið tekið af öllum upplýsingunum kom í ljós að blysinu hafði verið skotið af landi, enda fannst engin bátur í neyð og var leit hætt.

Grunur leikur á að þarna hafi sami aðili verið að verki og skaut neyðarblysi af landi á Álftanesi fyrir tíu dögum, og óskar lögregla eftir upplýsingum vitna að þessum málum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×