Innlent

Lýsa yfir vonbrigðum með stöðu iðnnáms

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hallveig, ungliðahreyfing Samfylkingarinnar í Reykjavík, lýsir yfir miklum vonbigðum með stöðu iðnnáms í grunnskólum Reykjavíkurborgar í ályktun sem send var fjölmiðlum i kvöld. Félagið segir að Iðnnám í grunnskólum sé nánast ekkert þar sem gríðarlegur niðurskurðar hafi átt sér stað og áhugaleysi borgaryfirvalda hafi leikið þessar mikilvægu greinar grátt. Segjast Hallveigarmenn telja að skortur á iðnnámsgreinum í grunnskólum sé ein af megin orsökum þess að ekki sæki fleiri í að fara í iðnnám eftir að grunnskólanámi hefur verið lokið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×