Fótbolti

Björn Bergmann framlengdi samningi sínum hjá Lilleström

Björn Bergmann Sigurðarson.
Björn Bergmann Sigurðarson. lsk.no
Norska staðarblaðið Romerikes Blad greinir frá því að Björn Bergmann Sigurðarson hafi framlengt samning sinn við Lilleström s.l. haust án þess að norskir fjölmiðlar hafi áttað sig á því. Íslenskir landsliðsframherjinn hefur vakið gríðarlega athygli það sem af er keppnistímabilinu í norsku úrvalsdeildinni og eru mörg stórlið að skoða Skagamanninn sem er 21 árs gamall.

Björn Bergmann er samningsbundinn Lilleström út árið 2014 en hann skrifaði undir nýjan samning við félagið s.l. haust. Að ósk leikmannsins var ekki greint frá þessari undirskrift og hefur Björn ekki tjáð sig um málið sjálfur.

„Við komumst að samkomulagi við Björn s.l. haust, en hann óskaði eftir því að ekki yrði greint frá því opinberlega. Á þessum tíma var Björn meiddur og samningurinn var framlengdur til þess að tryggja hagsmuni beggja aðila," sagði Torgeir Bjarmann yfirmaður knattspyrnumála hjá Lilleström segir í viðtali við Romerikes Blad.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×