Innlent

Neitaði að fara úr leigubíl

Það seint í nótt þegar lögreglan var kölluð að slysadeildinni á Borgarspítalann. Þar kom í ljós að karlmaður sat inn í leigubíl og neitaði að yfirgefa bifreiðina. Þegar lögreglan spurði manninn um nafn og kennitölu neitaði hann að gefa upp þær upplýsingar. Var hann því færður í fangageymslur þar sem hann sefur úr sér.

Þá var 17 ára gamall einstaklingur stöðvaður við akstur í nótt. Í ljós kom að sá sami hafði aldrei tekið bílprófið. Það var því brugðið á það ráð að hringja í foreldrana sem sóttu bílinn og ökumanninn.

Þá var karlmaður handtekinn við Veitingahúsið Catalinu í Hamraborg um miðnætti. Sá hafði meðal annars slegið dyravörðinn. Lögreglan handtók manninn og fékk hann að sofa úr sér í fangaklefa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×