Innlent

Stóðhestadegi Eiðfaxa frestað til morguns

Möller frá Blesastöðum 1A er einn þeirra glæstu gæðinga sem sýndir verða á sunnudag.
Möller frá Blesastöðum 1A er einn þeirra glæstu gæðinga sem sýndir verða á sunnudag. Mynd/Eiðfaxi
Vegna óhagstæðrar veðurspár í dag, laugardag, verður Stóðhestadegi Eiðfaxa frestað um sólarhring. Hátíðin fer því fram á Selfossi á morgun, sunnudaginn 29. apríl kl. 14.

Búist er við roki og rigningu í dag en gera má ráð fyrir að völlurinn skarti sínu fegursta í sumarblíðu á morgun þegar fjöldi glæstra stóðhesta koma fram.

Bæði ungir og ósýndir og aðrir þekktari stóðhestar vera kynntir og sýndir en dagurinn er hugsaður sem vettvangur til að kynna marga af bestu stóðhestum landsins fyrir áhugasömum ræktendum.

Meðal þeirra sem koma fram eru:

Víðir og afkvæmi

Þóroddur og afkvæmi

Ómur frá Kvistum

Ketill frá Kvistum

Gjafar frá Hvoli

Bliki-Annar frá Strönd

Hringur frá Fossi

Jarl frá Árbæjarhjáleigu

Hljómur frá Túnsberg

iBragur frá Túnsbergi

Muggur frá Hárlaugsstöðum

Þröstur frá Hvammi

Ómur frá Kirkjuferjuhjáleigu

Ögri frá Kirkjuferjuhjáleigu

Lómur frá Stuðlum

Vaðall frá Akranesi

Guðberg frá Skagaströnd

Böðvar frá Tóftum

Kiljan frá Steinnesi

Stæll frá Neðra-Seli

Kjarkur frá Melbakka

Stjarni frá Skeiðháholti

Kompás frá Skagaströnd

Möller frá Blesastöðum

Árvakur frá Auðsholtshjáleigu

Freyr frá Hvoli




Fleiri fréttir

Sjá meira


×