Enski boltinn

Gylfi byrjar en enginn Grétar hjá Bolton

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Bolton er án Grétars Rafn í leiknum mikilvæga gegn Sunderland í dag.
Bolton er án Grétars Rafn í leiknum mikilvæga gegn Sunderland í dag. Nordic Photos / Getty
Gylfi Þór Sigurðsson er á sínum stað í byrjunarliði Swansea sem tekur á móti Wolves í enska boltanum í dag. Eggert Gunnþór Jónsson er á bekknum hjá Úlfunum.

Grétar Rafn Steinsson er hins vegar ekki í leikmannahópi Bolton sem sækir Sunderland heim. Að sögn fréttamanns enska vefmiðilsins The Bolton news á Grétar Rafn við veikindi að stríða.

Leikir dagsins er í beinni útsendingu á sportrásum Stöðvar 2 en einnig er fylgst með gangi mála í Miðstöð boltavaktarinnar, sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×