Innlent

Kammerkór Mosfellsbæjar er glaður á góðri stund

Kammerkór Mosfellsbæjar.
Kammerkór Mosfellsbæjar.
Vortónleikar Kammerkórs Mosfellsbæjar verða haldnir í Háteigskirkju sunnudaginn 29. apríl kl. 17:00. Yfirskrift tónleikanna er: Nú er ég glaður á góðri stund, en það er upphafssetning í íslensku þjóðlagi sem Hallgrímur Pétursson orti.

Kórinn syngur þetta lag í útsetningu Gunnars Reynis Sveinssonar á tónleikunum. Á tónleikunum verður flutt fjölbreytt efnisskrá, verk allt frá endurreisn fram til dagsins í dag. M.a. verður flutt lagið Vaka eftir hljómsveitina Sigurrós í útsetningu Símons H. Ívarssonar.

Félagar úr Sinfóníuhljómsveit áhugamanna leika með kórnum. Einsöngvarar eru Ásdís Arnalds og Heiðrún Kristín Guðvarðardóttir og Hrafnkell Sighvatsson og Ívar Símonarson leika á gítara, Reynir Bergmann Pálsson leikur á hljómborð og stroksveit Kammerkórs Mosfellsbæjar leikur með kórnum.

Stjórnandi er Símon H. Ívarsson. Miðar eru seldir við innganginn og einnig er hægt að kaupa miða í forsölu hjá kórmeðlimum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×