Segir viðbrögð ríkisstjórnarinnar dýrkeyptari en hrunið Jóhanna Margrét Gísladóttir skrifar 28. apríl 2012 20:00 Formaður Framsóknarflokksins segir forsætisráðherra leggja sig fram við að skapa klofning meðal þjóðarinnar. Hann segir tjónið af núverandi ríkisstjórn vera meira en tjónið af hruninu öllu. Framsóknarflokkurinn hélt miðstjórnarfund í Rúgbrauðsgerðinni í dag. Í ræðu sinni var Sigmundur Davíð Gunnlaugsson harðorður í garð ríkisstjórnarinnar og sagði að henni hafi mistekist að bæta hag þjóðarinnar. „Tjónið af þessarri ríkisstjórn er orðið meira en tjónið af hruninu, þau klikkuðu á því að taka á lánamálum heimilanna, fjárfesting fór í sögulegt lágmark, atvinnuleysi hefur aukist meira en það þurfti að gera - þegar allt kemur saman þá er það tjón meira en nam hruninu sjálfu," segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins. Honum finnst orðræða stjórnvalda hafa afvegaleitt rökræðuna og ber hana saman við málflutning íslenskra kommúnista á millistríðsárunum. „Þegar meira að segja forsætisráðherra leggur sig fram við það að skapa klofning frekar en samstöðu og lýsir heilu stéttunum sem glæpamönnum, jafnvel undirstöðustéttum í samfélaginu, eins og í sjávarútvegi, það er ekki til þess fallið að byggja upp eða efla samfélagið," segir Sigmundur Davíð. Þá segir hann að nú, þegar ár er í kosningar, sé mikilvægt að halda vel á málum. „Maður er svo sem hættur að gera ráð fyrir að þessi ríkisstjórn falli, hún virðist ætla að sitja sama þó það gangi ekkert að innleiða stefnuna og stundum er bara gott að stefnan hafi ekki verið innleidd, en ég sé fyrir mér og vona að við munum nýta þetta ár í rökræðu um hvað eigi að taka við eftir kosningar og þá hef ég ekki áhyggjur af framhaldinu," segir Sigmundur og bætir við: „Við viljum skapa festu við stjórn landsins og það sem ég tala töluvert um að ég hefði áhyggjur af það er hversu mikið orðræðan er notuð til að afvegaleiða rökræðuna; það er verið nota mjög fögur orð en raunverulegar efndir eru mjög takmarkaðar." Hann segir áhuga á fjárfestingum hafa verið mjög mikinn en engu að síður sé fjárfesting í sögulegu lágmarki. „Eingöngu vegna þess að stefna stjórnvalda, ekki hvað síst í skattamálum og orkumálum, er slík að það kemur í veg fyrir að öll þessi verkefni fari af stað." Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira
Formaður Framsóknarflokksins segir forsætisráðherra leggja sig fram við að skapa klofning meðal þjóðarinnar. Hann segir tjónið af núverandi ríkisstjórn vera meira en tjónið af hruninu öllu. Framsóknarflokkurinn hélt miðstjórnarfund í Rúgbrauðsgerðinni í dag. Í ræðu sinni var Sigmundur Davíð Gunnlaugsson harðorður í garð ríkisstjórnarinnar og sagði að henni hafi mistekist að bæta hag þjóðarinnar. „Tjónið af þessarri ríkisstjórn er orðið meira en tjónið af hruninu, þau klikkuðu á því að taka á lánamálum heimilanna, fjárfesting fór í sögulegt lágmark, atvinnuleysi hefur aukist meira en það þurfti að gera - þegar allt kemur saman þá er það tjón meira en nam hruninu sjálfu," segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins. Honum finnst orðræða stjórnvalda hafa afvegaleitt rökræðuna og ber hana saman við málflutning íslenskra kommúnista á millistríðsárunum. „Þegar meira að segja forsætisráðherra leggur sig fram við það að skapa klofning frekar en samstöðu og lýsir heilu stéttunum sem glæpamönnum, jafnvel undirstöðustéttum í samfélaginu, eins og í sjávarútvegi, það er ekki til þess fallið að byggja upp eða efla samfélagið," segir Sigmundur Davíð. Þá segir hann að nú, þegar ár er í kosningar, sé mikilvægt að halda vel á málum. „Maður er svo sem hættur að gera ráð fyrir að þessi ríkisstjórn falli, hún virðist ætla að sitja sama þó það gangi ekkert að innleiða stefnuna og stundum er bara gott að stefnan hafi ekki verið innleidd, en ég sé fyrir mér og vona að við munum nýta þetta ár í rökræðu um hvað eigi að taka við eftir kosningar og þá hef ég ekki áhyggjur af framhaldinu," segir Sigmundur og bætir við: „Við viljum skapa festu við stjórn landsins og það sem ég tala töluvert um að ég hefði áhyggjur af það er hversu mikið orðræðan er notuð til að afvegaleiða rökræðuna; það er verið nota mjög fögur orð en raunverulegar efndir eru mjög takmarkaðar." Hann segir áhuga á fjárfestingum hafa verið mjög mikinn en engu að síður sé fjárfesting í sögulegu lágmarki. „Eingöngu vegna þess að stefna stjórnvalda, ekki hvað síst í skattamálum og orkumálum, er slík að það kemur í veg fyrir að öll þessi verkefni fari af stað."
Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira