Margar leiðir til að flá kött 28. apríl 2012 21:00 Ragga nagli í góðum gír. Líkamsræktarfrík og letihaugar eru á meðal fjölmargra dyggra lesenda Röggu Nagla. Hún heitir fullu nafni Ragnhildur Þórðardóttir og er sálfræðingur og einkaþjálfari sem hefur náð hundruðum Íslendinga upp úr feni misviturra upplýsinga um heilsurækt og hjálpað þeim að ná varanlegum árangri. Naglinn gaf Hólmfríði Helgu Sigurðardóttur nokkur vel valin ráð. Ragga nagli hefur beinskeyttan stíl. Hún talar jafnan um sjálfa sig í þriðju persónu og vandar ekki letingjum fullum sjálfsvorkunnar kveðjurnar. Er Ragga Nagli einhvers konar „hliðarsjálf" Ragnhildar Þórðardóttur, sálfræðings og einkaþjálfara? „Nei, ég myndi ekki segja það. Ég er mjög skoðanaglöð manneskja og læt skoðanir mínar flakka ef ég á annað borð hef þær. Allt sem ég skrifa er komið beint úr mínum eigin hugleiðingum. Ég myndi aldrei skrifa neitt sem ég myndi ekki segja beint við vinkonu mína á kaffihúsi." Naglinn þolir ekkert kjaftæði og væl. „Ég hef enga samúð með fólki sem vælir og grenjar ef það fær kvef. Um daginn skrifaði ég grein um konu sem er ekki með handleggi og keppir samt í fitness. Ef ég nenni ekki í ræktina sjálf þá sparka ég í rassinn á sjálfri mér og minni mig á að það eru forréttindi að geta hreyft sig. Það er ekki í boði að láta leti stöðva sig, ekki á meðan fólk með ótrúlegar hindranir nær afburðaárangri. Við eigum bara einn líkama."Lifði á blandi í poka Ætla mætti að Ragga þekki það ekki sjálf að langa frekar til að fá sér bland í poka og kókdós heldur en að fara í ræktina. Það er þó öðru nær. „Þegar ég var í menntaskóla nærðist ég helst á Sómasamlokum og sígarettum. Í skólaleikfimi þurfti því sem næst að leggja mig inn eftir að ég hafði verið látin hlaupa hringinn í kringum Tjörnina. Ég var líka þybbin, þó ég hafi ekki verið í yfirþyngd. En á síðasta ári í menntaskóla prófaði ég body pump, sem eru lyftingartímar fyrir byrjendur, og fann mig strax í því. Svo varð þetta smám saman að lífsstíl og ástríðu hjá mér," segir Ragga. Hún segir að konur ættu að lyfta meira. „Hérna úti lyfta ræktartútturnar ekki lóðum. Þetta er hins vegar komið inn heima á Íslandi, þar sem maður mætir venjulegum húsmæðrum með grifflurnar í kraftlyftingargöllunum í ræktinni. Það er gaman að því. Konur þurfa að lyfta til að fá grunnstyrk og vöðvamassa sem styður við beinin. Þá fá þær sterka miðju, sterkt bak og betri líkamsvitund. Líkaminn verður einfaldlega fallegri. Stelpur eru alltaf að hugsa um að brenna fitunni, fitunni, fitunni! Það er það eina sem kemst að og svo er slefað á skíðavélinni út í hið óendanlega. Það er vitlaust, því þú brennir miklu meira á einni góðri lyftingaræfingu."Kjökrandi yfir túnfisknum Ragga hefur verið búsett í Kaupmannahöfn í á þriðja ár, en heldur enn þá styrkum tengslum við Ísland, enda bíða margir landar hennar í röðum eftir því að komast að í fjarþjálfun hjá henni. Ragga segir marga hafa þörf fyrir leiðbeiningar með líkamsrækt og mataræði, til þess einfaldlega að ná fókus í ofgnótt misgóðra upplýsinga í fjölmiðlum og á netinu. „Mín aðferð er ekki endilega sú eina rétta, enda eru margar leiðir að því að flá kött. Ég er mikið í þessu „common sense". Ég bendi fólki á að reyna að hafa matinn beint af kúnni og minnka skammtana. Fá sér súkkulaði um helgar og pítsu á kantinum. Bara ekki á hverjum degi. Ég hitti ráðvillta stelpu um daginn sem sagðist varla borða annað en túnfisk og hrökkbrauð. "Hvaða andskotans leiðindi eru það," spurði ég furðulostin. Hún svaraði því til að hún vissi orðið ekki hvað hún mætti borða. Ég sagði henni að fá sér nautahakk og lax og hún var voðalega hissa yfir að það væri í lagi. Það er búið að troða svo mikilli vitleysu í hausinn á fólki og upplýsingarnar eru svo misvísandi að það endar með því að sitja úti í horni, kjökrandi með túnfisk og hrökkbrauð."Svarthvítur hugsunarháttur Ragga býr í Kaupmannahöfn þar sem hún er að klára kandídatspróf í sálfræði. Í náminu leggur hún sérstaka áherslu á átraskanir og fíknikúrsa, sem hún heimfærir meðal annars á matarfíkn og ofátshegðun sem hún þekkir úr starfi sínu. Hún segir sálina og líkamann spila náið saman, þau séu óaðskiljanleg og því ætti að vinna meira með þau heildrænt. „Þetta fléttast allt saman. Að loknu mínu námi langar mig að geta hjálpað enn frekar þessum hópi fólks sem er í yfirþyngd en gefst alltaf upp í þjálfuninni. Samkvæmt minni reynslu er alltaf ákveðinn hópur sem hefur þjálfun og er mjög duglegur í tvo til þrjá mánuði. Svo gerist eitthvað og þeir hætta öllu. Mig langar að komast inn í hausinn á þessu fólki og hjálpa því út úr þessu," segir Ragnhildur, sem segir niðurrif og svarthvítan hugsunarhátt oft einkenna þenna hóp. „Stundum sýnist mér það, að ganga vel, ekki vera í línu við sjálfsmynd þessa fólks. Eins og það þurfi að rífa sjálft sig niður. Ef það fær flensu, fer til útlanda, eða eitthvert smá rask verður á rútínu þess fer allt á hliðina. Smáhindrun verður að fjalli og fjallið verður að afsökun fyrir að gefast upp. Það er þessi svarthvíti hugsunarháttur sem er svo slæmur. "Nú er ég komin í sukkið, nú er allt ónýtt. Nú baða ég mig í majónesi það sem eftir er!"Hægt að vera feitur og fitt „Niðurrifið fylgir svo beint í kjölfarið. „Þú ert aumingi og getur ekki neitt," segir fólk við sjálft sig og þá er oft leitað í mat eftir huggun. Það er áhugaverð kenning í sálfræðinni þessu tengd. Þegar fólk er haldið einhvers konar vanlíðan, svo sem einmanaleika og tómleikatilfinningu, hverfur vanlíðanin oft þegar meltingin hefst. Orka líkamans fer í að melta og áhyggjurnar gleymast á meðan. En vanlíðanin kemur svo tvíefld til baka þegar samviskubitið yfir öllu átinu heldur áfram. Þetta er ein af þessum „dysfunctional" leiðum til að takast á við vandamálin, svipað og að fá sér í glas." Ragga segir augljóst hversu slæm áhrif óraunhæfar útlitskröfur nútímans hafi á fólk. Allt of margir setji samasemmerki milli þess að vera grannur og heilsuhraustur. „Ef þú ert með 10 til 15 aukakíló en hreyfir þig reglulega, ert hraustur og getur rifið í járnin, þá ertu kannski bara í góðum málum. Feitt og fitt fólk er oft miklu heilsuhraustara en það granna sem aldrei hreyfir sig. Útlit segir okkur ekkert um heilsuna. En auðvitað verður líka að hafa í huga að það er álag á stoðkerfið að vera alltaf of þungur. Það, hvort þú ert í kjörþyngd eða ekki, skiptir ekki höfuðmáli heldur hvort heilsan sé í lagi." Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Sjá meira
Líkamsræktarfrík og letihaugar eru á meðal fjölmargra dyggra lesenda Röggu Nagla. Hún heitir fullu nafni Ragnhildur Þórðardóttir og er sálfræðingur og einkaþjálfari sem hefur náð hundruðum Íslendinga upp úr feni misviturra upplýsinga um heilsurækt og hjálpað þeim að ná varanlegum árangri. Naglinn gaf Hólmfríði Helgu Sigurðardóttur nokkur vel valin ráð. Ragga nagli hefur beinskeyttan stíl. Hún talar jafnan um sjálfa sig í þriðju persónu og vandar ekki letingjum fullum sjálfsvorkunnar kveðjurnar. Er Ragga Nagli einhvers konar „hliðarsjálf" Ragnhildar Þórðardóttur, sálfræðings og einkaþjálfara? „Nei, ég myndi ekki segja það. Ég er mjög skoðanaglöð manneskja og læt skoðanir mínar flakka ef ég á annað borð hef þær. Allt sem ég skrifa er komið beint úr mínum eigin hugleiðingum. Ég myndi aldrei skrifa neitt sem ég myndi ekki segja beint við vinkonu mína á kaffihúsi." Naglinn þolir ekkert kjaftæði og væl. „Ég hef enga samúð með fólki sem vælir og grenjar ef það fær kvef. Um daginn skrifaði ég grein um konu sem er ekki með handleggi og keppir samt í fitness. Ef ég nenni ekki í ræktina sjálf þá sparka ég í rassinn á sjálfri mér og minni mig á að það eru forréttindi að geta hreyft sig. Það er ekki í boði að láta leti stöðva sig, ekki á meðan fólk með ótrúlegar hindranir nær afburðaárangri. Við eigum bara einn líkama."Lifði á blandi í poka Ætla mætti að Ragga þekki það ekki sjálf að langa frekar til að fá sér bland í poka og kókdós heldur en að fara í ræktina. Það er þó öðru nær. „Þegar ég var í menntaskóla nærðist ég helst á Sómasamlokum og sígarettum. Í skólaleikfimi þurfti því sem næst að leggja mig inn eftir að ég hafði verið látin hlaupa hringinn í kringum Tjörnina. Ég var líka þybbin, þó ég hafi ekki verið í yfirþyngd. En á síðasta ári í menntaskóla prófaði ég body pump, sem eru lyftingartímar fyrir byrjendur, og fann mig strax í því. Svo varð þetta smám saman að lífsstíl og ástríðu hjá mér," segir Ragga. Hún segir að konur ættu að lyfta meira. „Hérna úti lyfta ræktartútturnar ekki lóðum. Þetta er hins vegar komið inn heima á Íslandi, þar sem maður mætir venjulegum húsmæðrum með grifflurnar í kraftlyftingargöllunum í ræktinni. Það er gaman að því. Konur þurfa að lyfta til að fá grunnstyrk og vöðvamassa sem styður við beinin. Þá fá þær sterka miðju, sterkt bak og betri líkamsvitund. Líkaminn verður einfaldlega fallegri. Stelpur eru alltaf að hugsa um að brenna fitunni, fitunni, fitunni! Það er það eina sem kemst að og svo er slefað á skíðavélinni út í hið óendanlega. Það er vitlaust, því þú brennir miklu meira á einni góðri lyftingaræfingu."Kjökrandi yfir túnfisknum Ragga hefur verið búsett í Kaupmannahöfn í á þriðja ár, en heldur enn þá styrkum tengslum við Ísland, enda bíða margir landar hennar í röðum eftir því að komast að í fjarþjálfun hjá henni. Ragga segir marga hafa þörf fyrir leiðbeiningar með líkamsrækt og mataræði, til þess einfaldlega að ná fókus í ofgnótt misgóðra upplýsinga í fjölmiðlum og á netinu. „Mín aðferð er ekki endilega sú eina rétta, enda eru margar leiðir að því að flá kött. Ég er mikið í þessu „common sense". Ég bendi fólki á að reyna að hafa matinn beint af kúnni og minnka skammtana. Fá sér súkkulaði um helgar og pítsu á kantinum. Bara ekki á hverjum degi. Ég hitti ráðvillta stelpu um daginn sem sagðist varla borða annað en túnfisk og hrökkbrauð. "Hvaða andskotans leiðindi eru það," spurði ég furðulostin. Hún svaraði því til að hún vissi orðið ekki hvað hún mætti borða. Ég sagði henni að fá sér nautahakk og lax og hún var voðalega hissa yfir að það væri í lagi. Það er búið að troða svo mikilli vitleysu í hausinn á fólki og upplýsingarnar eru svo misvísandi að það endar með því að sitja úti í horni, kjökrandi með túnfisk og hrökkbrauð."Svarthvítur hugsunarháttur Ragga býr í Kaupmannahöfn þar sem hún er að klára kandídatspróf í sálfræði. Í náminu leggur hún sérstaka áherslu á átraskanir og fíknikúrsa, sem hún heimfærir meðal annars á matarfíkn og ofátshegðun sem hún þekkir úr starfi sínu. Hún segir sálina og líkamann spila náið saman, þau séu óaðskiljanleg og því ætti að vinna meira með þau heildrænt. „Þetta fléttast allt saman. Að loknu mínu námi langar mig að geta hjálpað enn frekar þessum hópi fólks sem er í yfirþyngd en gefst alltaf upp í þjálfuninni. Samkvæmt minni reynslu er alltaf ákveðinn hópur sem hefur þjálfun og er mjög duglegur í tvo til þrjá mánuði. Svo gerist eitthvað og þeir hætta öllu. Mig langar að komast inn í hausinn á þessu fólki og hjálpa því út úr þessu," segir Ragnhildur, sem segir niðurrif og svarthvítan hugsunarhátt oft einkenna þenna hóp. „Stundum sýnist mér það, að ganga vel, ekki vera í línu við sjálfsmynd þessa fólks. Eins og það þurfi að rífa sjálft sig niður. Ef það fær flensu, fer til útlanda, eða eitthvert smá rask verður á rútínu þess fer allt á hliðina. Smáhindrun verður að fjalli og fjallið verður að afsökun fyrir að gefast upp. Það er þessi svarthvíti hugsunarháttur sem er svo slæmur. "Nú er ég komin í sukkið, nú er allt ónýtt. Nú baða ég mig í majónesi það sem eftir er!"Hægt að vera feitur og fitt „Niðurrifið fylgir svo beint í kjölfarið. „Þú ert aumingi og getur ekki neitt," segir fólk við sjálft sig og þá er oft leitað í mat eftir huggun. Það er áhugaverð kenning í sálfræðinni þessu tengd. Þegar fólk er haldið einhvers konar vanlíðan, svo sem einmanaleika og tómleikatilfinningu, hverfur vanlíðanin oft þegar meltingin hefst. Orka líkamans fer í að melta og áhyggjurnar gleymast á meðan. En vanlíðanin kemur svo tvíefld til baka þegar samviskubitið yfir öllu átinu heldur áfram. Þetta er ein af þessum „dysfunctional" leiðum til að takast á við vandamálin, svipað og að fá sér í glas." Ragga segir augljóst hversu slæm áhrif óraunhæfar útlitskröfur nútímans hafi á fólk. Allt of margir setji samasemmerki milli þess að vera grannur og heilsuhraustur. „Ef þú ert með 10 til 15 aukakíló en hreyfir þig reglulega, ert hraustur og getur rifið í járnin, þá ertu kannski bara í góðum málum. Feitt og fitt fólk er oft miklu heilsuhraustara en það granna sem aldrei hreyfir sig. Útlit segir okkur ekkert um heilsuna. En auðvitað verður líka að hafa í huga að það er álag á stoðkerfið að vera alltaf of þungur. Það, hvort þú ert í kjörþyngd eða ekki, skiptir ekki höfuðmáli heldur hvort heilsan sé í lagi."
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Sjá meira