Enski boltinn

Mancini: Tevez verður frábær fyrir okkur á næsta tímabili

Stefán Árni Pálsson skrifar
Tevez fagnar hér marki með City
Tevez fagnar hér marki með City Mynd / Getty Images
Roberto Mancini, knattspyrnustjóri Manchester City, vill meina að framherjinn Carlos Tevez eigi sér framtíð hjá félaginu og verði í enn betra ástandi á næsta tímabili.

Tevez hefur komið með nýtt blóð inn í leikmannahóp liðsins að undanförnu og leikið virkilega vel.

„Það er auðvita erfitt að koma inn í liðið eftir svona langa fjarveru en Tevez hefur staðið sig frábærlega," sagði Mancini í viðtali ytra.

„Tevez mun án efa verða mun betri á næsta tímabili þegar hann hefur gengið í gegnum gott undirbúningstímabil og klár í slaginn."

„Hann er samningsbundinn liðinu og ég hef áhuga á því að halda honum en það er samt ekki tímabært að ræða þessa hluti núna, við verðum að klára þetta tímabil."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×