Enski boltinn

Szczesny stefnir á annað sætið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Wojciech Szczesny, markvörður Arsenal.
Wojciech Szczesny, markvörður Arsenal. Nordic Photos / Getty Images
Wojciech Szczesny, markvörður Arsenal, segir að liðið eigi enn möguleika á að ná Manchester City að stigum og tryggja sér annað sæti deildarinnar í vor.

Arsenal mætir botnliði Wolves annað kvöld eftir að hafa unnið 1-0 sigur á City um helgina. Fyrir vikið er forysta United í deildinni nú orðin átta stig.

Arsenal er sem stendur í þriðja sætinu með 61 stig, tíu stigum á eftir City. Bæði lið eiga eftir að spila sex leiki í vor.

„Ég held að við endum í þriðja sæti," sagði hann. „City á ekki lengur möguleika á titlinum og hver veit nema að við náum þeim líka," bætti hann við.

„Markmið okkar er að vinna hvern einasta leik og ef okkur tekst það verðum við líka í Meistaradeildinni á næstu leiktíð."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×