Enski boltinn

Áfrýjun QPR hafnað

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Enska knattspyrnusambandið hefur hafnað áfrýjun QPR vegna rauða spjaldsins sem Shaun Derry fékk í leik liðsins gegn Manchester United um helgina.

Derry fékk rautt fyrir að brjóta á Ashley Young. Vítaspyrna var dæmd sem Wayne Rooney skoraði úr og lauk leiknum svo með 2-0 sigri United.

Hins vegar var Young rangstæður þegar hann fékk sendingu inn fyrir varnarlínu QPR auk þess sem að snertingin þótti ekki mikil. Ákvörðun dómarans Lee Mason stendur hins vegar - að Derry hafi rænt Young augljósu marktækifæri.

Enska sambandið sendi frá sér tilkynningu í dag þar sem þetta var svo staðfest. Derry var dæmdur í eins leiks bann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×