Enski boltinn

Dalglish: Strákarnir voru frábærir

Carroll fagnar hér sínu fyrsta deildarmarki í 517 mínútur.
Carroll fagnar hér sínu fyrsta deildarmarki í 517 mínútur.
Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, gat loksins leyft sér að brosa eftir dramatískan útisigur á Blackburn í kvöld þar sem Andy Carroll skoraði sigurmarkið í uppbótartíma.

"Ég get ekki hrósað strákunum nógu mikið. Þeir sýndu mikið stolt og frábæran karakter. Mér fannst þeir vera frábærir og þetta var virkilega góður dagur," sagði Dalglish.

"Strákarnir eiga það skilið að þeim sé klappað á bakið eftir þennan leik því það hefur ekki verið mikið um jákvæðar fréttir upp á síðkastið. Það eina sem skiptir máli eftir þennan leik er sigurinn og stigin þrjú. Ég vil ekki tala um ákveðin atvik fyrr en ég hef skoðað þau betur."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×