Enski boltinn

Zola hefur áhuga á að taka við Chelsea

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gianfranco Zola sem áhorandi á Stamford Bridge í vetur.
Gianfranco Zola sem áhorandi á Stamford Bridge í vetur. Nordic Photos / Getty Images
Gianfranco Zola, fyrrum leikmaður Chelsea og stjóri West Ham, hefur áhuga að snúa sér aftur að þjálfun með því að taka við liði Chelsea.

Zola er einn frægustu leikmanna Chelsea á síðustu árum en þar var hann í samtals sjö ár. Hann var síðast starfandi knattspyrnustjóri West Ham en hann hætti þar í maí árið 2010.

Hann var í viðtali í ítölskum fjölmiðlum þar sem hann segist sakna þess að starfa í knattspyrnuheiminum. „Ég sakna vallarins og leikjanna. En ég veit ekki hvað gerist hjá mér í framtíðinni," sagði Zola.

„Það er reglulega haft samband við mann þegar maður er ekki starfandi en þá er samt enn langur vegur frá því að samningar takist."

„Hvað Chelsea varðar þá væri það hræsnislegt af mér að segja að ég hefði ekki áhuga. En ég tel ekki réttar aðstæður til staðar svo að eitthvað verði af því."

„Ég er stuðningsmaður Chelsea og óska ég félaginu alls hins besta. Núna eru þeir í góðum höndum Roberto Di Matteo."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×