Enski boltinn

Moyes: Rodwell spilar ekki á EM í sumar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
David Moyes, stjóri Everton, segir það ómögulegt fyrir hinn unga Jack Rodwell að ná EM í sumar en hann verður frá vegna meiðsla þar til í sumar.

„Ég myndi ráðleggja honum að einbeita sér að ná sér góðum fyrir næsta tímabil," sagði Moyes við enska fjölmiðla en Rodwell, sem er 21 árs, á tvo A-landsleiki að baki með Englandi.

„Jack hefur verið frá í um sex mánuði samtals vegna meiðsla í vöðva aftan í læri. Ég held að það verði erfitt fyrir hann að spila með Englandi á næstunni."

Rodwell hefur komið við sögu í aðeins fimm leikjum á síðustu fimm mánuðum og hefur verið í meðferð hjá sérfræðingi í Þýskalandi. „Hann æfði á laugardaginn og fann þá aftur fyrir meiðslunum. Hann er með smá rifu í vöðvanum og erum við að reyna að koma honum aftur í meðferð í Þýskalandi."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×