Enski boltinn

Pogrebnyak vill vera áfram hjá Fulham

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Rússneski framherjinn Pavel Pogrebnyak hefur áhuga á að gera nýjan samning við Fulham og hann vonast til að vera áfram í ensku úrvalsdeildinni.

Hann er nú á lánssamningi frá Stuttgart í Þýskalandi en hann rennur út í lok leiktíðarinnar. Hann skoraði fimm mörk í fyrstu þremur leikjum sínum með Fulham en hefur misst af síðustu tveimur leikjum vegna ökklameiðsla.

Martin Jol, stjóri Fulham, hefur áður sagt að hann vilji gera langtímasamning við leikmanninn og er Aston Villa einnig sagt áhugasamt um kappann.

„Samningaviðræður við Fulham eru þegar byrjaðar," sagði Pogrebnyak í samtali við rússneska fjölmiðla. „Umboðsmaður minn hefur þegar rætt við forráðamenn félagsins og ég tel miklar líkur á því að ég verði áfram í Englandi."

„Við erum allir sammála um hvernig mín framtíð eigi að vera."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×