Enski boltinn

Lampard: Chelsea skortir drápseðli stóru liðanna

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Frank Lampard segir að Chelsea þurfi að vera betur á tánum í leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni.

Lampard skoraði sitt 150. mark í ensku úrvalsdeildinni þegar að liðið gerði 1-1 jafntefli við Fulham á mánudagskvöldið. Fyrir vikið missti Chelsea af tækifæri til að koma sér í fjórða sæti deildarinnar.

„Ég sá Arsenal spila á sunnudaginn þegar liðið vann Manchester City á lokamínútum leiksins. Arsenal hefur oft gert þetta áður, rétt eins og Manchester United," sagði Lampard við enska fjölmiðla.

„Því miður hefur okkur ekki tekist að gera þetta. Það eru margar ástæður fyrir því. Fulham setti mikla pressu á okkur undir lokin. En það sem fór í taugarnar á mér er að við höfðum góð tök á leiknum í upphafi seinni hálfleiks. En þá hleyptum við þeim aftur inn í leikinn."

Chelsea er nú í sjötta sæti deildarinnar með 57 stig, tveimur stigum á eftir Tottenham og Newcastle sem eru í næstu sætum fyrir ofan með 59 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×