Enski boltinn

Slæmt tap hjá Gylfa og félögum

Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Swansea sýndu ekki sinn besta leik í kvöld er þeir mættu QPR sem er í mikilli fallbaráttu. Lokatölur 3-0 fyrir QPR.

QPR grimmara allan leikinn og átti sigurinn fyllilega skilið.

Gylfi Þór náði aldrei þessu vant ekki að skora á útivelli en átti fínar rispur í leiknum.

Gríðarlega mikilvæg stig fyrir QPR sem er í harðri fallbaráttu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×