Enski boltinn

Mancini: Man. Utd er búið að vinna deildina

Roberto Mancini, stjóri Man. City, segir að titilbaráttan sé á enda þó svo munurinn á Manchesterliðunum sé aðeins fimm stig eftir leiki kvöldsins.

"Þetta er búið því United er frábært lið sem býr yfir frábærum anda. Ég tel að fimm stig sé einfaldlega of mikið," sagði Mancini og kom mörgum í opna skjöldu með ummælum sínum enda eiga Manchesterliðin meðal annars eftir að mætast.

"Það er mikilvægt fyrir okkur að enda tímabilið á jákvæðum nótum. Þetta er besta tímabil félagsins í 50 ár og ég er stoltur af leikmönnunum," sagði Mancini en hann gladdist líka með Tevez sem skoraði í leiknum.

"Ég gleðst með honum. Hann er ekki tilbúinn að spila heilan leik en mun bæta sig í næstu leikjum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×