Enski boltinn

Comolli rekinn frá Liverpool

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Damien Comolli er hættur störfum sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Liverpool. Þetta kom fram á heimasíðu félagsins í morgun en fullyrt er í enskum fjölmiðlum að óánægja ríki um hans stör fá leikmannamarkaðnum.

„Við erum ánægðir með allt það sem Damien hefur gert fyrir félagið og við óskum honum alls hins besta fyrir framtíðina," sagði John Henry, aðaleigandi Liverpool, í yfirlýsingu félagsins.

Sagt er í yfirlýsingunni að það sé sameiginleg ákvörðun þeirra að Camolli láti af störfum en í enska dagblaðinu Telegraph er fullyrt að það sé vegna þeirra leikmannakaupa sem hann hefur staðið fyrir að síðan hann tók við.

Comolli var ráðinn í nóvember árið 2010 og félagið keypti bæði Luis Suarez og Andy Carroll í janúar í fyrra. Sá síðarnefndi var keyptur á metfé - 35 milljónir punda - og hefur hann ekki þótt standa undir þeim væntingum sem gerðar voru til hans.

Aðrir leikmenn sem hafa verið keyptir á vakt Comolli eru þeir Jordan Henderson, Charlie Adam, Stewart Downing, Jose Enrique, Sebastian Coates og Craig Bellamy.

Knattspyrnustjórinn Kenny Dalglish þurfti þó að leggja blessun sína yfir öll þessi kaup en þeir auk Carroll eru þeir Henderson, Adam og jafnvel Downing sagðir hafa valdið vonbrigðum.

Carroll tryggði Liverpool 3-2 sigur á Blackburn á dögunum en annar hefur gengi liðsins eftir áramót verið skelfilegt. Liðið er í áttunda sæti deildarinnar með 46 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×