Enski boltinn

Ferguson: Við munum ná okkur aftur á strik

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Alex Ferguson, stóri Manchester United, sagðist þess fullviss eftir tapleikinn gegn Wigan í gær að liðið myndi ekki brotna saman á lokaspretti tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni.

Á sama tíma vann Manchester City 4-0 sigur á West Brom og minnkaði þar með forystu United á toppnum í fimm stig. Liðin eiga eftir að mætast innbyrðis í lok mánaðarins.

„Við höfum verið á frábærum spretti að undanförnu sem gerði það að verkum að við eigum enn góðan möguleika á að vinna deildina," sagði Ferguson eftir leikinn í gær.

„Fyrir fáeinum mánuðum vorum við langt á eftir City, bæði í stigum og markatölu. Við eigum því smá hrós skilið fyrir að hafa komið okkur aftur í titlbaráttuna."

„Það er enginn vafi á því að liðið mun bæta frammistöðu sína frá þessum leik."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×