Enski boltinn

Rio og Balotelli saman í tónlistarmyndbandi

Rio og Mario.
Rio og Mario.
Rio Ferdinand, varnarmaður Man. Utd, og Mario Balotelli, sóknarmaður Man. City, eru miklir unnendur rapp-tónlistar og eru ekki vanir því að segja nei þegar rapptónlistarmenn biðja um aðstoð.

Þeir taka báðir þátt í nýju tónlistarmyndbandi með rapparanum Rio Nelson sem kallar sig einfaldlega R.I.O. Fleiri þekktir einstaklingar eru einnig með í myndbandinu.

Það er ekki enn komið í birtingu en þeir sem hafa séð það tala vel um það að sögn R.I.O.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×