Fótbolti

Ronaldo og Messi fyrstir yfir 40 mörk á Spáni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Cristiano Ronaldo í leik með Real Madrid.
Cristiano Ronaldo í leik með Real Madrid. Nordic Photos / Getty Images
Þeir Cristiano Ronaldo og Lionel Messi voru báðir á skotskónum í spænsku úrvalsdeildinni í gær og eru nú báðir komnir með 41 deildarmark á tímabilinu.

Ronaldo skoraði mikilvægt mark í 3-1 sigri Real á Sporting Gijon í gær og bætti þar með metið sem hann setti sjálfur í fyrra. Þá skoraði hann 40 deildarmörk á tímabilinu.

Síðar um kvöldið mætti Barcelona liði Levante og vann 2-1. Lionel Messi skoraði bæði mörk Börsunga og var þar með einnig kominn upp í 41 deildarmark á tímabilinu.

En fleiri met féllu. Real Madrid hefur nú skorað 107 mörk í spænsku úrvalsdeildinni í vetur sem er metjöfnun hjá félaginu. Líklegt er að það verði bætt strax í næsta leik en gamla metið var sett tímabilið 1989-90.

Messi hefur þó skorað fleiri mörk en Ronaldo í öllum keppnum eða 63 talsins í 52 leikjum. Ronaldo er kominn með 53 mörk í 48 leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×