Fótbolti

Potsdam steinlá fyrir Lyon | Margrét Lára kom inná sem varamaður

Stefán Árni Pálsson skrifar
Camille Abily skoraði 2 mörk í dag fyrir Lyon.
Camille Abily skoraði 2 mörk í dag fyrir Lyon. Mynd. Getty Images
Tveir leikir fóru fram í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu kvenna í dag en Margrét Lára Viðarsdóttir og félagar í Potsdam steinláugu 5-1 fyrir Lyon í Frakklandi.

Margrét Lára byrjaði leikinn á bekknum en kom inná sem varamaður eftir klukkustunda leik. Þessi lið hafa síðastliðin tvö ár mæst í úrslitum keppninnar en í fyrra vann Lyon 2-0 og fyrir tveimur árum unnu Potsdam úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni.

Það verður erfitt fyrir Potsdam að komast í úrslitaleikinn eftir þessi úrslit.

Fyrr í dag mættust Arsenal og Frankfurt á heimavelli Arsenal en þær þýsku unnu frábæran 2-1 útisigur og eru í góðri stöðu fyrir síðari leikinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×