Enski boltinn

Sunnudagsmessan: Umræða um gott gengi Newcastle

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Newcastle hefur komið gríðarlega á óvart í ensku úrvalsdeildinni í vetur undir stjórn Alan Pardew knattspyrnustjóra liðsins. Gengi Newcastle var til umræðu í Sunnudagsmessunni og þar voru skiptar skoðanir. Hjörvar Hafliðason, Guðmundur Benediktsson og Sigurbjörn Hreiðarsson fóru yfir stöðuna hjá Newcastle.

„Alan Pardew er kraftaverkamaður og ég segi þetta viku eftir viku. Hvernig hann nær að stilla þessu liði saman með algjöra miðlungsleikmenn," sagði Hjörvar Hafliðason meðal annars en Newcastle-liðið hefur nú unnið þrjá leiki í röð og er enn með i baráttunni um Meistaradeildarsæti.

Það er hægt að sjá myndbrot úr Sunnudagsmessunni þar sem strákarnir ræða gengi Newcastle með því að smella hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×