Enski boltinn

Sanchez: Kona í stjórastól í ensku úrvalsdeildinni innan tíu ára

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hope Powell hefur náð lengst enskra kvenna í þjálfun.
Hope Powell hefur náð lengst enskra kvenna í þjálfun. Mynd/Nordic Photos/Getty
Lawrie Sanchez, fyrrum leikmaður Wimbledon og fyrrum þjálfari norður-írska landsliðsins, sér fyrir sér að kona verði tekin við stjórastöðu hjá liði í ensku úrvalsdeildinni innan tíu ára.

„Það skiptir ekki máli hvað menn segja um þetta mál núna því eftir allt saman þá erum við í skemmtanaiðnaðinum. Einhver, einhversstaðar, einhverntímann mun ráða konu sem stjóra hjá sér," sagði Lawrie Sanchez í heimildaþætti um konur og fótbolta á BBC.

„Ég ætla að veðja við félaga minn um að kona verði sest í stjórastól innan tíu ára. Ástæðan verður að þetta sé það besta í stöðunni fyrir viðkomandi klúbb, hvort sem að það sé af því að hún er besti möguleikinn í sögunni eða hvort félagið þurfi á athyglinni að halda," sagði Sanchez.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×