Brynjar Björn: Gengi liðsins kemur ekki á óvart Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. apríl 2012 15:45 Brynjar Björn í baráttu við Steven Gerrard í ensku úrvalsdeildinni. Nordic Photos / Getty Images Brynjar Björn Gunnarsson, leikmaður Reading, segir gengi liðsins í Championship-deildinni ekki koma sér á óvart. Reading er sem stendur í öðru sæti deildarinnar en liðið tekur á móti Leeds á morgun í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. „Ég hefði sagt fyrir tímabilið að við ættum að vera í baráttunni um umspilssætið. Það er ekki óvænt að vera í efstu sex sætunum en gengið hefur verið mjög gott síðustu tvo mánuðina og okkur tekist að skríða upp í annað sætið," sagði Brynjar Björn í samtali við Vísi. Reading, sem er í 2. sæti deildarinnar með fjögurra stiga forskot á West Ham, seldi framherja sinn Shane Long til West Brom síðastliðið haust við litla hrifningu stuðningsmanna félagsins. Liðinu gekk þó ágætlega fyrir áramót en á þessu ári hefur gengið enn betur. „Koma Jason Roberts hjálpaði klárlega til. Hann var góð viðbót við liðið þegar hann kom í janúarglugganum. Hann hefur mikla reynslu og er öðruvísi en aðrir framherjar okkar. Þá er hann góður liðsmaður og verið duglegur að skora," segir Brynjar Björn um Roberts sem hefur skorað fimm mörk í tólf leikjum. Frágengið er að Brynjar Björn snýr til Íslands í sumar og spilar með uppeldisfélagi sínu KR. Enn er óvíst hvenær Brynjar Björn mætir á klakann en hann segir það velta á tveimur til þremur atriðum sem munu ekki skýrast fyrr en deildinni lýkur í lok apríl. „Við erum í góðri stöðu í 2. sæti og ef við höldum því er deildin búin í lok apríl. Annars lengist tímabilið um tvær til þrjár vikur ef við förum í umspilið," segir Brynjar Björn sem aðeins hefur tekið þátt í tveimur leikjum Reading í deildinni í vetur. „Þetta hefur verið meira eða minna sama liðið allt tímabilið og þjálfarinn keyrt þetta á svipuðum hóp," segir Brynjar sem reiknar að öllu óbreyttu ekki með því að spila mikið það sem eftir lifir tímabils. „Það var vitað fyrir tímabilið að ég yrði í kringum hópinn. Yrði til aðstoðar. Liðinu hefur gengið vel, sérstaklega eftir áramót, þannig að þetta er í góðu lagi." Verður gaman að koma heim og spilaBrynjar Björn segist vera í fínu standi og hlakkar til að spila með KR í sumar. Þrátt fyrir að tímabilið í Englandi sé langt merkir hann engin þreytumerki. „Þetta væri allt annað ef ég hefði spilað 40 leiki. Ég hef spilað reglulega með varaliðinu en ekki endilega í hverri viku. Það er nóg til að halda manni við og það verður gaman að koma heim og spila vonandi reglulega." Brynjar lék í stöðu miðvarðar með varaliði Reading í vikunni. Við hlið hans lék Niall Keown sem er sonur Martins Keown sem spilaði á sínum tíma með Arsenal. „Hann er efnilegur eins og margir á þessum aldri. Það kemur svo í ljós á næstu tveimur til þremur árum hvað úr verður," segir Brynjar Björn um 16 ára samherja sinn. Viðureign Reading og Leeds verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 í hádeginu á morgun. Útsending hefst klukkan 11:55. Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Fótbolti ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Sjá meira
Brynjar Björn Gunnarsson, leikmaður Reading, segir gengi liðsins í Championship-deildinni ekki koma sér á óvart. Reading er sem stendur í öðru sæti deildarinnar en liðið tekur á móti Leeds á morgun í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. „Ég hefði sagt fyrir tímabilið að við ættum að vera í baráttunni um umspilssætið. Það er ekki óvænt að vera í efstu sex sætunum en gengið hefur verið mjög gott síðustu tvo mánuðina og okkur tekist að skríða upp í annað sætið," sagði Brynjar Björn í samtali við Vísi. Reading, sem er í 2. sæti deildarinnar með fjögurra stiga forskot á West Ham, seldi framherja sinn Shane Long til West Brom síðastliðið haust við litla hrifningu stuðningsmanna félagsins. Liðinu gekk þó ágætlega fyrir áramót en á þessu ári hefur gengið enn betur. „Koma Jason Roberts hjálpaði klárlega til. Hann var góð viðbót við liðið þegar hann kom í janúarglugganum. Hann hefur mikla reynslu og er öðruvísi en aðrir framherjar okkar. Þá er hann góður liðsmaður og verið duglegur að skora," segir Brynjar Björn um Roberts sem hefur skorað fimm mörk í tólf leikjum. Frágengið er að Brynjar Björn snýr til Íslands í sumar og spilar með uppeldisfélagi sínu KR. Enn er óvíst hvenær Brynjar Björn mætir á klakann en hann segir það velta á tveimur til þremur atriðum sem munu ekki skýrast fyrr en deildinni lýkur í lok apríl. „Við erum í góðri stöðu í 2. sæti og ef við höldum því er deildin búin í lok apríl. Annars lengist tímabilið um tvær til þrjár vikur ef við förum í umspilið," segir Brynjar Björn sem aðeins hefur tekið þátt í tveimur leikjum Reading í deildinni í vetur. „Þetta hefur verið meira eða minna sama liðið allt tímabilið og þjálfarinn keyrt þetta á svipuðum hóp," segir Brynjar sem reiknar að öllu óbreyttu ekki með því að spila mikið það sem eftir lifir tímabils. „Það var vitað fyrir tímabilið að ég yrði í kringum hópinn. Yrði til aðstoðar. Liðinu hefur gengið vel, sérstaklega eftir áramót, þannig að þetta er í góðu lagi." Verður gaman að koma heim og spilaBrynjar Björn segist vera í fínu standi og hlakkar til að spila með KR í sumar. Þrátt fyrir að tímabilið í Englandi sé langt merkir hann engin þreytumerki. „Þetta væri allt annað ef ég hefði spilað 40 leiki. Ég hef spilað reglulega með varaliðinu en ekki endilega í hverri viku. Það er nóg til að halda manni við og það verður gaman að koma heim og spila vonandi reglulega." Brynjar lék í stöðu miðvarðar með varaliði Reading í vikunni. Við hlið hans lék Niall Keown sem er sonur Martins Keown sem spilaði á sínum tíma með Arsenal. „Hann er efnilegur eins og margir á þessum aldri. Það kemur svo í ljós á næstu tveimur til þremur árum hvað úr verður," segir Brynjar Björn um 16 ára samherja sinn. Viðureign Reading og Leeds verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 í hádeginu á morgun. Útsending hefst klukkan 11:55.
Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Fótbolti ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Sjá meira