Brynjar Björn: Gengi liðsins kemur ekki á óvart Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. apríl 2012 15:45 Brynjar Björn í baráttu við Steven Gerrard í ensku úrvalsdeildinni. Nordic Photos / Getty Images Brynjar Björn Gunnarsson, leikmaður Reading, segir gengi liðsins í Championship-deildinni ekki koma sér á óvart. Reading er sem stendur í öðru sæti deildarinnar en liðið tekur á móti Leeds á morgun í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. „Ég hefði sagt fyrir tímabilið að við ættum að vera í baráttunni um umspilssætið. Það er ekki óvænt að vera í efstu sex sætunum en gengið hefur verið mjög gott síðustu tvo mánuðina og okkur tekist að skríða upp í annað sætið," sagði Brynjar Björn í samtali við Vísi. Reading, sem er í 2. sæti deildarinnar með fjögurra stiga forskot á West Ham, seldi framherja sinn Shane Long til West Brom síðastliðið haust við litla hrifningu stuðningsmanna félagsins. Liðinu gekk þó ágætlega fyrir áramót en á þessu ári hefur gengið enn betur. „Koma Jason Roberts hjálpaði klárlega til. Hann var góð viðbót við liðið þegar hann kom í janúarglugganum. Hann hefur mikla reynslu og er öðruvísi en aðrir framherjar okkar. Þá er hann góður liðsmaður og verið duglegur að skora," segir Brynjar Björn um Roberts sem hefur skorað fimm mörk í tólf leikjum. Frágengið er að Brynjar Björn snýr til Íslands í sumar og spilar með uppeldisfélagi sínu KR. Enn er óvíst hvenær Brynjar Björn mætir á klakann en hann segir það velta á tveimur til þremur atriðum sem munu ekki skýrast fyrr en deildinni lýkur í lok apríl. „Við erum í góðri stöðu í 2. sæti og ef við höldum því er deildin búin í lok apríl. Annars lengist tímabilið um tvær til þrjár vikur ef við förum í umspilið," segir Brynjar Björn sem aðeins hefur tekið þátt í tveimur leikjum Reading í deildinni í vetur. „Þetta hefur verið meira eða minna sama liðið allt tímabilið og þjálfarinn keyrt þetta á svipuðum hóp," segir Brynjar sem reiknar að öllu óbreyttu ekki með því að spila mikið það sem eftir lifir tímabils. „Það var vitað fyrir tímabilið að ég yrði í kringum hópinn. Yrði til aðstoðar. Liðinu hefur gengið vel, sérstaklega eftir áramót, þannig að þetta er í góðu lagi." Verður gaman að koma heim og spilaBrynjar Björn segist vera í fínu standi og hlakkar til að spila með KR í sumar. Þrátt fyrir að tímabilið í Englandi sé langt merkir hann engin þreytumerki. „Þetta væri allt annað ef ég hefði spilað 40 leiki. Ég hef spilað reglulega með varaliðinu en ekki endilega í hverri viku. Það er nóg til að halda manni við og það verður gaman að koma heim og spila vonandi reglulega." Brynjar lék í stöðu miðvarðar með varaliði Reading í vikunni. Við hlið hans lék Niall Keown sem er sonur Martins Keown sem spilaði á sínum tíma með Arsenal. „Hann er efnilegur eins og margir á þessum aldri. Það kemur svo í ljós á næstu tveimur til þremur árum hvað úr verður," segir Brynjar Björn um 16 ára samherja sinn. Viðureign Reading og Leeds verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 í hádeginu á morgun. Útsending hefst klukkan 11:55. Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Fleiri fréttir Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Sjá meira
Brynjar Björn Gunnarsson, leikmaður Reading, segir gengi liðsins í Championship-deildinni ekki koma sér á óvart. Reading er sem stendur í öðru sæti deildarinnar en liðið tekur á móti Leeds á morgun í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. „Ég hefði sagt fyrir tímabilið að við ættum að vera í baráttunni um umspilssætið. Það er ekki óvænt að vera í efstu sex sætunum en gengið hefur verið mjög gott síðustu tvo mánuðina og okkur tekist að skríða upp í annað sætið," sagði Brynjar Björn í samtali við Vísi. Reading, sem er í 2. sæti deildarinnar með fjögurra stiga forskot á West Ham, seldi framherja sinn Shane Long til West Brom síðastliðið haust við litla hrifningu stuðningsmanna félagsins. Liðinu gekk þó ágætlega fyrir áramót en á þessu ári hefur gengið enn betur. „Koma Jason Roberts hjálpaði klárlega til. Hann var góð viðbót við liðið þegar hann kom í janúarglugganum. Hann hefur mikla reynslu og er öðruvísi en aðrir framherjar okkar. Þá er hann góður liðsmaður og verið duglegur að skora," segir Brynjar Björn um Roberts sem hefur skorað fimm mörk í tólf leikjum. Frágengið er að Brynjar Björn snýr til Íslands í sumar og spilar með uppeldisfélagi sínu KR. Enn er óvíst hvenær Brynjar Björn mætir á klakann en hann segir það velta á tveimur til þremur atriðum sem munu ekki skýrast fyrr en deildinni lýkur í lok apríl. „Við erum í góðri stöðu í 2. sæti og ef við höldum því er deildin búin í lok apríl. Annars lengist tímabilið um tvær til þrjár vikur ef við förum í umspilið," segir Brynjar Björn sem aðeins hefur tekið þátt í tveimur leikjum Reading í deildinni í vetur. „Þetta hefur verið meira eða minna sama liðið allt tímabilið og þjálfarinn keyrt þetta á svipuðum hóp," segir Brynjar sem reiknar að öllu óbreyttu ekki með því að spila mikið það sem eftir lifir tímabils. „Það var vitað fyrir tímabilið að ég yrði í kringum hópinn. Yrði til aðstoðar. Liðinu hefur gengið vel, sérstaklega eftir áramót, þannig að þetta er í góðu lagi." Verður gaman að koma heim og spilaBrynjar Björn segist vera í fínu standi og hlakkar til að spila með KR í sumar. Þrátt fyrir að tímabilið í Englandi sé langt merkir hann engin þreytumerki. „Þetta væri allt annað ef ég hefði spilað 40 leiki. Ég hef spilað reglulega með varaliðinu en ekki endilega í hverri viku. Það er nóg til að halda manni við og það verður gaman að koma heim og spila vonandi reglulega." Brynjar lék í stöðu miðvarðar með varaliði Reading í vikunni. Við hlið hans lék Niall Keown sem er sonur Martins Keown sem spilaði á sínum tíma með Arsenal. „Hann er efnilegur eins og margir á þessum aldri. Það kemur svo í ljós á næstu tveimur til þremur árum hvað úr verður," segir Brynjar Björn um 16 ára samherja sinn. Viðureign Reading og Leeds verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 í hádeginu á morgun. Útsending hefst klukkan 11:55.
Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Fleiri fréttir Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Sjá meira