Brynjar Björn: Gengi liðsins kemur ekki á óvart Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. apríl 2012 15:45 Brynjar Björn í baráttu við Steven Gerrard í ensku úrvalsdeildinni. Nordic Photos / Getty Images Brynjar Björn Gunnarsson, leikmaður Reading, segir gengi liðsins í Championship-deildinni ekki koma sér á óvart. Reading er sem stendur í öðru sæti deildarinnar en liðið tekur á móti Leeds á morgun í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. „Ég hefði sagt fyrir tímabilið að við ættum að vera í baráttunni um umspilssætið. Það er ekki óvænt að vera í efstu sex sætunum en gengið hefur verið mjög gott síðustu tvo mánuðina og okkur tekist að skríða upp í annað sætið," sagði Brynjar Björn í samtali við Vísi. Reading, sem er í 2. sæti deildarinnar með fjögurra stiga forskot á West Ham, seldi framherja sinn Shane Long til West Brom síðastliðið haust við litla hrifningu stuðningsmanna félagsins. Liðinu gekk þó ágætlega fyrir áramót en á þessu ári hefur gengið enn betur. „Koma Jason Roberts hjálpaði klárlega til. Hann var góð viðbót við liðið þegar hann kom í janúarglugganum. Hann hefur mikla reynslu og er öðruvísi en aðrir framherjar okkar. Þá er hann góður liðsmaður og verið duglegur að skora," segir Brynjar Björn um Roberts sem hefur skorað fimm mörk í tólf leikjum. Frágengið er að Brynjar Björn snýr til Íslands í sumar og spilar með uppeldisfélagi sínu KR. Enn er óvíst hvenær Brynjar Björn mætir á klakann en hann segir það velta á tveimur til þremur atriðum sem munu ekki skýrast fyrr en deildinni lýkur í lok apríl. „Við erum í góðri stöðu í 2. sæti og ef við höldum því er deildin búin í lok apríl. Annars lengist tímabilið um tvær til þrjár vikur ef við förum í umspilið," segir Brynjar Björn sem aðeins hefur tekið þátt í tveimur leikjum Reading í deildinni í vetur. „Þetta hefur verið meira eða minna sama liðið allt tímabilið og þjálfarinn keyrt þetta á svipuðum hóp," segir Brynjar sem reiknar að öllu óbreyttu ekki með því að spila mikið það sem eftir lifir tímabils. „Það var vitað fyrir tímabilið að ég yrði í kringum hópinn. Yrði til aðstoðar. Liðinu hefur gengið vel, sérstaklega eftir áramót, þannig að þetta er í góðu lagi." Verður gaman að koma heim og spilaBrynjar Björn segist vera í fínu standi og hlakkar til að spila með KR í sumar. Þrátt fyrir að tímabilið í Englandi sé langt merkir hann engin þreytumerki. „Þetta væri allt annað ef ég hefði spilað 40 leiki. Ég hef spilað reglulega með varaliðinu en ekki endilega í hverri viku. Það er nóg til að halda manni við og það verður gaman að koma heim og spila vonandi reglulega." Brynjar lék í stöðu miðvarðar með varaliði Reading í vikunni. Við hlið hans lék Niall Keown sem er sonur Martins Keown sem spilaði á sínum tíma með Arsenal. „Hann er efnilegur eins og margir á þessum aldri. Það kemur svo í ljós á næstu tveimur til þremur árum hvað úr verður," segir Brynjar Björn um 16 ára samherja sinn. Viðureign Reading og Leeds verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 í hádeginu á morgun. Útsending hefst klukkan 11:55. Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Fleiri fréttir Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Sjá meira
Brynjar Björn Gunnarsson, leikmaður Reading, segir gengi liðsins í Championship-deildinni ekki koma sér á óvart. Reading er sem stendur í öðru sæti deildarinnar en liðið tekur á móti Leeds á morgun í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. „Ég hefði sagt fyrir tímabilið að við ættum að vera í baráttunni um umspilssætið. Það er ekki óvænt að vera í efstu sex sætunum en gengið hefur verið mjög gott síðustu tvo mánuðina og okkur tekist að skríða upp í annað sætið," sagði Brynjar Björn í samtali við Vísi. Reading, sem er í 2. sæti deildarinnar með fjögurra stiga forskot á West Ham, seldi framherja sinn Shane Long til West Brom síðastliðið haust við litla hrifningu stuðningsmanna félagsins. Liðinu gekk þó ágætlega fyrir áramót en á þessu ári hefur gengið enn betur. „Koma Jason Roberts hjálpaði klárlega til. Hann var góð viðbót við liðið þegar hann kom í janúarglugganum. Hann hefur mikla reynslu og er öðruvísi en aðrir framherjar okkar. Þá er hann góður liðsmaður og verið duglegur að skora," segir Brynjar Björn um Roberts sem hefur skorað fimm mörk í tólf leikjum. Frágengið er að Brynjar Björn snýr til Íslands í sumar og spilar með uppeldisfélagi sínu KR. Enn er óvíst hvenær Brynjar Björn mætir á klakann en hann segir það velta á tveimur til þremur atriðum sem munu ekki skýrast fyrr en deildinni lýkur í lok apríl. „Við erum í góðri stöðu í 2. sæti og ef við höldum því er deildin búin í lok apríl. Annars lengist tímabilið um tvær til þrjár vikur ef við förum í umspilið," segir Brynjar Björn sem aðeins hefur tekið þátt í tveimur leikjum Reading í deildinni í vetur. „Þetta hefur verið meira eða minna sama liðið allt tímabilið og þjálfarinn keyrt þetta á svipuðum hóp," segir Brynjar sem reiknar að öllu óbreyttu ekki með því að spila mikið það sem eftir lifir tímabils. „Það var vitað fyrir tímabilið að ég yrði í kringum hópinn. Yrði til aðstoðar. Liðinu hefur gengið vel, sérstaklega eftir áramót, þannig að þetta er í góðu lagi." Verður gaman að koma heim og spilaBrynjar Björn segist vera í fínu standi og hlakkar til að spila með KR í sumar. Þrátt fyrir að tímabilið í Englandi sé langt merkir hann engin þreytumerki. „Þetta væri allt annað ef ég hefði spilað 40 leiki. Ég hef spilað reglulega með varaliðinu en ekki endilega í hverri viku. Það er nóg til að halda manni við og það verður gaman að koma heim og spila vonandi reglulega." Brynjar lék í stöðu miðvarðar með varaliði Reading í vikunni. Við hlið hans lék Niall Keown sem er sonur Martins Keown sem spilaði á sínum tíma með Arsenal. „Hann er efnilegur eins og margir á þessum aldri. Það kemur svo í ljós á næstu tveimur til þremur árum hvað úr verður," segir Brynjar Björn um 16 ára samherja sinn. Viðureign Reading og Leeds verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 í hádeginu á morgun. Útsending hefst klukkan 11:55.
Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Fleiri fréttir Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Sjá meira