Enski boltinn

Muamba kominn á kreik

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Muamba birti þessa mynd á Twitter-síðu sinni í dag.
Muamba birti þessa mynd á Twitter-síðu sinni í dag. Mynd / Twitter-síða Muamba
Fabrice Muamba, miðjumaður Bolton, er byrjaður að labba á göngum gjörgæsludeildar London Chest-spítalans. Muamba fékk hjartaáfall í leik Bolton gegn Tottenham 17. mars.

„Hann gengur svolítið, spjallar og brosir út að eyrum sem er dásamlegt að sjá. Þetta þokast í rétta átt," sagði Owen Coyle knattspyrnustjóri Bolton á vef írska fjölmiðilsins Irish Times.

„Nokkrir samherjar hans hafa skipst á skilaboðum við hann og við höldum sambandi. Brosið er frábært að sjá og hann er á uppleið. Við leggjum þó áherslu á að hann á enn mjög langt í land en framfarirnar hafa verið ótrúlegar og vonandi halda þær áfram," sagði Coyle.

Muamba verður 24 ára á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×