Enski boltinn

West Ham minnti á sig með 4-0 útisigri

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
West Ham vann í dag öruggan 4-0 sigur á Barnsley á útivelli í lokaleik dagsins í ensku B-deildinni.

Kevin Nolan, Nicky Maynard, Mark Noble og Ricardo Vaz Te skoruðu mörk West Ham í dag en liðið er í þriðja sæti deildarinnar með 75 stig.

West Ham hefur verið að gefa eftir í toppbaráttunni en liðið gerði til að mynda fimm jafntefli í röð í marsmánuði. Liðið tapaði svo fyrir Reading um síðustu helgi.

Reading komst á topp deildarinnar fyrr í dag með 2-0 sigri á Leeds og er liðið nú með 79 stig. Southampton er í öðru sæti með 78 stig en á leik til góða.

Fyrr í dag vann Burnley sigur á Brighton, 1-0, og Blackpool gerði góða ferð til Watford og vann, 2-0.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×