Enski boltinn

Gylfi: Enska deildin sú besta í heimi

Gylfi Þór Sigurðsson tók í dag við verðlaunum fyrir að vera leikmaður marsmánaðar í ensku úrvalsdeildinni.

Af því tilefni var tekið viðtal við hann sem var birt fyrir leik Swansea og Newcastle í dag. Newcastle vann að vísu leikinn, 2-0.

„Ég er mjög stoltur. Þetta eru frábær verðlaun og það er mikið afrek að fá þessa útnefningu. Þetta sýnir hversu vel liðinu gekk, þó svo að ég hafi fengið þessi verðlaun," sagði Gylfi meðal annars í viðtalinu sem hægt er að sjá í heild sinni hér fyrir ofan.

„Það jafnast ekkert á við ensku úrvalsdeildina. Hvert sem maður fer eru allir að tala um hana og mér finnst enska úrvalsdeildin vera sú besta í heimi."

Brendan Rodgers, stjóri Swansea, líkti Gylfa við Frank Lampard, miðjumann Chelsea í gær, og var Gylfi inntur eftir viðbrögðum við því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×