Enski boltinn

Liverpool og Aston Villa skildu jöfn

Liverpool og Aston Villa skildu jöfn 1-1 í ensku úrvalsdeildinni í dag. Aston Villa leiddi leikinn lengst af en Luis Suárez jafnaði metinn fyrir heimamenn stuttu fyrir leikslok.

Liverpool og Aston Villa mættust á Anfield í dag en leikurinn var nokkuð fjörugur. Villa komst yfir með marki frá Chris Herd, en hann náði frákasti rétt fyrir utan vítateiginn og þrumaði boltanum í netið eftir aðeins tíu mínútna leik. Staðan var 1-0 fyrir Aston Villa í hálfleik.

Heimamenn voru sterkari aðilinn í síðari hálfleiknum og fengu nokkur ákjósanleg færi. Loksins tókst þeim að koma boltanum í netið um tíu mínútum fyrir leikslok þegar Luis Suárez kom boltanum laglega í netið.

Leiknum lauk því með 1-1 jafntefli. Liverpool er í áttunda sæti með 43 stig en Aston Villa er í því 15. með 34 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×