Enski boltinn

Di Matteo: Meistaradeildarsæti og titill getur bjargað tímabilinu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Roberto Di Matteo
Roberto Di Matteo Mynd. Getty Images
Roberto Di Matteo, knattspyrnustjóri Chelsea, telur að Meistaradeildarsæti og titill geti bjargað núverandi tímabili hjá klúbbnum. Það er allt annað að sjá til Chelsea liðsins eftir að Di Matteo tók við liðinu af Andre Villas-Boas, en sá síðarnefndi var látinn fara fyrr á tímabilinu.

Chelsea mætir Tottenham í undanúrslitum enska bikarsins um næstu helgi en þessi lið berjast einmitt um fjórða sætið fræga sem gefur keppnisrétt í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Chelsea er fimm stigum á eftir erkifjendunum í Tottenham.

„Ég hef unnið hörðum höndum til að koma liðinu á rétta braut," sagði Di Matteo.

„Eins og staðan er núna höfum við ekki sannað neitt né náð neinum sérstökum árangri, það mikil vinna framundan."

„Það er mikill heiður fyrir mig að vera knattspyrnustjóri hjá eins stóru félagi og Chelsea, við erum í ágætis málum núna og vonandi heldur það áfram."

„Fyrir einum mánuði vorum við tveimur mörkum undir gegn Napoli fyrir síðari leikinn í Meistaradeildinni, við vorum að fjarlægjast toppliðin í ensku úrvalsdeildinni og vorum ekki búnir að tryggja okkur í undanúrslitin í enska bikarnum. Það hefur margt breyst frá því og liðið er á réttu róli."

„Leikmennirnir eiga mikið hrós skilið, þeir hafa verið frábærir. Þetta verður aftur á móti bara gott tímabil ef við náum í Meistaradeildarsæti og einn titill."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×