Enski boltinn

Wenger: Van Persie á skilið að verða valinn besti leikmaður deildarinnar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þeir félagar á æfingarsvæði Arsenal
Þeir félagar á æfingarsvæði Arsenal Mynd. / Getty Images
Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, telur að Robin van Persie sé búinn að vera besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar á þessu tímabili og eigi það fyllilega skilið að vera valinn sá besti.

Van Persie hefur gert 33 mörk í öllum keppnum á tímabilinu og haldist heill heilsu en meiðsli hafa oft sett strik í reikninginn hjá þessum snjalla Hollendingi.

„Hann hefur verið gríðarlega einbeitur allt tímabilið og spilað frábærlega," sagði Wenger.

„Þetta er í raun fyrsta tímabilið þar sem hann hefur leikið reglulega. Hann hefur því náð upp eins góðu leikformi og hann getur."

„Van Persie er ekkert á leiðinni frá félaginu þrátt fyrir að fólk haldi annað, hann verður hjá Arsenal næstu árin," sagði Wenger að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×